Mat á ráðgjafareglum fyrir innfjarðarækjustofna í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Management strategy evaluation of harvest rates of the Northern shrimp Pandalus borealis in Arnarfjörður and Ísafjarðardjúp, Iceland. HV2023-45
Nánari upplýsingar |
Titill |
Mat á ráðgjafareglum fyrir innfjarðarækjustofna í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi. Management strategy evaluation of harvest rates of the Northern shrimp Pandalus borealis in Arnarfjörður and Ísafjarðardjúp, Iceland. HV2023-45 |
Lýsing |
Ágrip
Ráðgjöf fyrir innfjarðarækjustofna í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi byggir á því að nota fast veiðihlutfall af vísitölu veiðistofns nema í þeim tillfellum þegar vísitalan mælist undir aðgerðarmörkum eru veiðar ekki heimilaðar. Afrán þorsks og ýsu hefur aukist á þessari öld og hefur vísitala veiðistofns mælst undir aðgerðarmörkum í nokkur ár sem leiddi til þess að veiðar voru ekki heimilaðar þau ár. Því var þörf á að meta hvort ráðgjafareglurnar sem notaðar eru í þessum stofnum stæðust varúðarsjónarmið og samræmdust markmiðum um hámarksafraksturs til lengri tíma litið. Í þessari skýrslu er grunnur ráðgjafar kannaður fyrir þessa stofna með aldurs-lengdarháðu hermilíkani (GADGET) sem byggir á gögnum úr stofnmælingarleiðöngrum innfjarðarækju auk aflasýna. Áhrif helstu afræningja voru einnig metin svo unnt væri að kanna áhrif þeirra í framreikningum. Breytingar á veiðihlutfalli og aðgerðarmörkum voru auk þess prófaðar til að meta bæði núverandi og önnur hugsanleg aðgerðarmörk. Níðurstöður gefa til kynna að núverandi ráðgjafaregla samræmist varúðarsjónarmiðum við núverandi afránsstöðu. Þær gefa einnig til kynna að hægt væri annaðhvort að auka veiðihlutfallið eða lækka aðgerðamörk lítilega en þó ekki bæði i Ísafjarðardjúpi. Breytingar á núverandi ráðgjafareglum eru þó ekki taldar æskilegar vegna óvissu bæði í líkaninu og á magni afræningja. Vert er að benda á að núverandi ráðgjafareglur eru taldar uppfylla varúðarsjónarmið að því gefnu að magn afræningja aukist ekki meir en 25 %, og því nauðsynlegt að fylgjast með stöðu afræningja.
Abstract
Two inshore stocks of Northern shrimp Pandalus borealis, one in Arnarfjörður and the other in Ísafjarðardjúp in the Westfjords region of Iceland, are currently managed using a constant harvest rate that is reduced to 0 when the survey index drops below a trigger index value. Predation by gadoids appears to have increased over the past two decades, and shrimp survey index values have dropped below the trigger in several years, leading to fishery closures. This has prompted the need for an evaluation of the decision rules applied to these stocks. In this study, a management strategy evaluation was performed for both stocks using a Gadget-based operating model fitted to autumn and winter inshore shrimp survey data, as well as commercial data. Predation was included in the model, and scenarios were explored in which future predation levels were varied. A range of harvest rates and alternative index limit values were tested to evaluate current and potential harvest strategies. Results indicated that MSY-based harvest rate reference points were slightly higher than those currently implemented as target harvest rates in management. Therefore, current decision rules are sufficiently precautionary according to ICES guidelines, although either the harvest rates could be increased or the trigger index lowered slightly. Changes are not advised, however, because of high uncertainty in the model and in future predator population sizes. The current harvest rate can tolerate a 25% increase in predation levels, so predator population indices should be taken into account when providing advice. |
Skráarviðhengi |
Ná í viðhengi |
Flokkun |
Flokkur |
Haf- og vatnarannsóknir (2016-) |
Útgáfurit |
Haf- og vatnarannsóknir |
Útgáfuár |
2023 |
Tölublað |
45 |
Blaðsíður |
101 |
Útgefandi |
Hafrannsóknastofnun |
ISSN |
2298-9137 |
Leitarorð |
stock assessment, management strategy evaluation, Northern shrimp, Pandalus borealis, Gadget |