Ágrip
Í skýrslunni er greint frá vöktunarrannsóknum í Laugardalsá árið 2023. Markmið rannsóknanna er að afla þekkingar um stöðu laxastofns árinnar, rannsaka útbreiðslu og magn laxfiska í árkerfinu, auk þess að greina ef eldislaxar ganga í ána.
Seiðarannsóknir fóru fram á sex stöðum í vatnakerfinu, þ.e. tveimur neðan við Laugabólsvatn, einum ofan við Efstadalsvatn og þremur á milli vatnanna, en laxaseiði veiddust á öllum stöðunum. Alls veiddust fimm árgangar laxaseiða (0+ til 4+), auk tveggja eldisseiða. Vísitala þéttleika var lægst ofan Efstadalsvatns (0,6 seiði/100m2), en svipuð milli vatnanna og neðan Laugabólsvatns, 25,8 og 22,8 seiði/100m2. Vísitala þéttleika urriðaseiða var hæst í Laugardalsá á milli vatna, 29,4 seiði/100m2. Bleikjuseiði veiddust aðeins á stöð ofan við Efstadalsvatn.
Alls veiddust 82 laxar og ein bleikja í stangveiði í Laugardalsá sumarið 2023 og voru um 90 % þeirra smálax. Hlutfall sleppinga í veiði (veiða-sleppa) var 6,8 % hjá smálaxi og 75 % hjá stórlaxi. Meðal laxveiði í Laugardalsá frá árinu 1954 er um 279 laxar og er laxaveiðin 2023 því um 29,4 % meðalveiðinnar. Laxveiðin síðustu fimm sumur hefur verið með því minnsta sem sést hefur í Laugardalsá.
Sumarið 2023 voru skráðir 197 villtir laxar og sex eldislaxar úr sjókvíaeldi á göngu upp fyrir fiskteljarann í Einarsfossi. Tveir þessara eldislaxa voru síðar veiddir í ánni. Einnig gengu 11 urriðar og tvær bleikjur upp um teljarann, auk þriggja ála á leið til sjávar.
Abstract
This report presents the results from the monitoring program of the fish stocks in River Laugardalsá in 2023. The main aim of the program is to increase knowledge on the status of the salmon stock and distribution and density of juvenile salmonids in the watershed and to monitor possible proportion of farmed fish in the salmon run.
Research on juvenile salmonids took place in September and data were collected in six sampling sites, two below Lake Laugabólsvatn, one above Lake Efstadalsvatn and three between the two lakes. Juvenile salmon were present in all areas, but the density index was lowest above Efstadalsvatn (0.6/100 m2), but similar between the lakes and below Lake Laugabólsvatn (25.8 and 22.8 /100m2). Five yearclasses of Atlantic salmon were present in the population estimate (0+ - 4+). The density index of juvenile trout was highest between the lakes (29.4/100 m2). Arctic char juveniles were only caught at one sampling site, above Lake Efstadalsvatn.
A total of 82 salmon and one char were caught in angling in Laugardalsá during the fishing season in the year 2023, and about 90% of them were 1SW salmon. The release rate of salmon in angling (catch-release) was 6.8% for 1SW salmon and 75% for 2SW salmon. The average salmon catch in Laugardalsá since 1954 is about 279 salmon per year, thus the salmon catch in 2023 was only about 29.4% of the long-term average catch. The numbers of caught salmon over the last five summers has been one of the lowest numbers ever to been seen in River Laugardalsá. In the summer of 2023, 197 wild salmon and six farmed salmon escapees from sea culture farming were recorded entering the river through the fish counter. Two of these farmed salmon were later caught in the river. Additionally, 11 trout and two char entered the fish counter, as well as three eels on their way to the sea. |