Krossá í Dölum. Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngur laxfiska

Nánari upplýsingar
Titill Krossá í Dölum. Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngur laxfiska
Lýsing

Ágrip

Krossá í Dölum er ein af þeim ám þar sem vöktun fer fram vegna áhættumats vegna uppbyggingu sjókvíaeldis og til að meta áhrif þess á náttúrulega laxastofna hér á landi. Markmið rannsóknanna er að afla þekkingar um stöðu laxastofns árinnar, rannsaka útbreiðslu og magn laxfiska í árkerfinu, auk þess að greina ef eldislaxar ganga í ána.
Sumarið 2024 veiddust 80 laxar, 9 bleikjur og 65 urriðar í stangveiði. Smálaxar voru 74 og stórlaxar 6. Alls var 54 löxum (67,5%) sleppt, þar af 48 smálöxum (64,9 %) og 6 stórlöxum (100%). Meðalveiði á laxi frá 1974 er 115 laxar en 53 laxar að meðaltali frá 2020. Á sama tíma og dregið hefur úr stangaveiði á laxi undanfarin ár hefur veiði á urriða (sjóbirting) aukist. Meðalveiði frá urriða 1974 er 16 urriðar á ári, en frá 2020 er veiðin 80 urriðar að meðaltali.
Aldursgreind voru 12 hreistursýni af laxi úr stangaveiði 2024 (15% af veiði 2024). Af þessum sýnum voru 10 smálaxar á sinni fyrstu hrygningargöngu í ána en auk þess tveir hængar af smálaxastærð (63 og 64 cm) á sinni annarri hrygningargöngu. Ferskvatnsaldur var á bilinu 3 – 4 ár og meðalferskvatnsaldur laxanna 3,6 ár (±SD= 0,51)
Fiskteljarinn í Krossá var virkur frá 19. júlí – 4. október 2024. Teljarinn náði því ekki fyrsta hluta göngunnar og er laxagangan örugglega vanmetin 2024 og var gangan áætluð 202 laxar út frá veiðihlutfalli síðustu 5 ára. Ekki varð vart við eldislax úr sjókvíaeldi við yfirferð á teljaragögnum.
Árið 2024 var hrognafjöldi laxa í Krossá áætlaður 414.577 hrogn (3,6 hrogn/m2). Hrognafjöldinn í Krossá frá 1974 er áætlaður að meðaltali 311.117 hrogn (2,8 hrogn/m2). Undanfarinn áratug hefur hrognafjöldinn verið 2.1 hrogn/m2 að meðaltali eða langt undir langtíma meðaltali. Aðeins árin 2014, 2017 og 2021 hefur hrognafjöldinn náð meðaltali (13. mynd). Hrygningarmarkmið hafa verið skilgreind við 4.0 hrogn/m2 í Krossá og aðgerðarmörk við 2,4 hrogn/m2.
Seiðarannsóknir fóru fram í september 2024 og veitt var á sex stöðvum, fimm í Krossá og einum í Krossdalsá. Allar laxfiskategundirnar lax, urriði og bleikja komu fram í seiðamælingum. Alls komu fram fimm árgangar laxaseiða frá 0+ til 4+ og þrír árgangar urriðaseiða (0+ til 2+) og vart varð við bleikju. Mælingar á seiðavísitölu lax – og urriðaseiða í Krossá sýna að laxaseiði eru ríkjandi á búsvæðum Krossár, en þéttleiki urriðaseiða hefur farið hlutfallslega vaxandi undanfarinn áratug, en þéttleiki laxaseiða fer hlutfallslega minnkandi á sama tíma


Abstract

River Krossá in Dalir is among rivers that are annually monitored to assess the risk of introgression of genes from salmon escapees from sea cages. The main aim of the program is to increase knowledge of the wild salmon stock, distribution, and density of juvenile salmonids in the watershed and to monitor the potential proportion of farmed fish in the salmon run.
In the 2023 rod fishing season, a total of 80 (74 grilse and 6 salmon), 9 Arctic char and 65 trout Altogether 54 salmon (67,5%) were released , thereof 48 grilse (64,9 %) and 6 salmon (100%)The average rod catch since 1974 has been 115 salmon, but in the last five years, the catch has been poor with only around 53 salmon annually. The proportion of trout (sea trout) have increased in the last decade while salmon catches have proportionally dwindled.
Twelwe scale samples were analysed from the rod fishery in 2024 (15% of total catches), including 10 samples of one-sea-winter fish on their maiden run and two samples of male repeat spawnes on their second spawning run. Freshwater age spanned 3 – 4 years (Average 3,6 yr ±SD= 0,51).
In 2024 the total number of eggs spawned in the Krossá watershed is 414,577 eggs (3,6 eggs/m2). Compared to the average of 2,8 egg/m2 since 1974, spawning has decreased in the last decade, averaging 2,1 eggs/m2.
Monitoring of the juvenile population in September 2024 showed that salmon juveniles dominated the catches in all sample sites. Five age classes of salmon juveniles (0+ - 4+) were caught, and the monitoring indicated a decline in juvenile production in the last decade. The density of juvenile trout has been increasing at the same time.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2025
Tölublað 14
Blaðsíður 35
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISSN 2298-9137
Leitarorð lax, urriði, bleikja, seiðarannsóknir, fisktalning, stangveiði, hreisturrannsóknir, laxahrygning, salmon, trout, char, juvenile monitoring, adult counts, rod fishery, scale analysis, spawning
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?