Lýsing |
Ágrip
Lýst er með stöðluðum hætti fæðu 36 tegunda botnfiska (15 tegunda brjóskfiska og 21 tegundar beinfiska) á Íslandsmiðum út frá greiningum á magasýnum árin 1996-2023. Alls hefur verið skoðað í maga 590 þúsund botnfiska frá árinu 1996. Af þessum 36 tegundum eru 17 þar sem fæðu hefur ekki áður verið lýst með magnbundnum hætti hér við land. Fjöldi magasýna (magar með fæðu) á tímabilinu er mjög mismunandi eftir tegundum; allt frá tæplega 219 þúsund sýnum úr þorski í 46 sýni úr stinglaxi.
Niðurstöðurnar veita upplýsingar um það hve háðar mismunandi tegundir ránfiska eru ákveðnum fæðuhópum og út frá mikilvægi fæðuhópa má flokka ránfiska í nokkra hópa. Þorskur, helsti ránfiskur landgrunnsins hefur fjölbreytt fæðuval og nýtir það sem er í boði hverju sinni, mest loðnu, aðra fiska og ýmis krabbadýr. Af öðrum tegundum á landgrunninu eru langa, keila og skötuselur fyrst og fremst fiskætur en helstu krabbadýraætur landgrunnsins eru tindaskata, ufsi, lýsa og gullkarfi. Á hinn bóginn eru ýsa, steinbítur, blágóma, skarkoli, sandkoli og skrápflúra fyrst og fremst botndýraætur. Hrognkelsi hefur þá sérstöðu að treysta nær alfarið á ýmsar sviflægar hveljur sem fæðu, þ.e. marglyttur og kambhvelur.
Við landgrunnskanta og á djúpslóð fara botnfiskar einnig mismunandi leiðir til fæðuöflunar. Svartháfur lifir á blandaðri fæðu og étur jafnt fiska og krabbadýr. Nokkrar tegundir éta mest uppsjávar- og/eða miðsjávarfiska og helstar má nefna þorsteinsháf, mattaháf og flatnef. Hjá dökkháfi, loðháfi, gljáháfi, jensensháfi, rauðháfi, blálöngu og stinglaxi eru ýmsar tegundir fiska mikilvægasta fæðan. Helstu krabbadýraætur landgrunnskanta og djúpslóðar eru djúpkarfi, slétthali, snarphali og gíslaháfur og sama má segja um grálúðu í köldum sjó fyrir norðan land. Allar skötutegundir sem skoðaðar voru treysta mest á krabbadýr sem fæðu og af þeim hefur pólskata þá sérstöðu að éta að mestu leyti botnlægar marflær. Geirnyt lifir aðallega á botnlægum hryggleysingjum.
Meðal magafylli (magn fæðu sem hlutfall af þyngd ránfisks) í stofnmælingu að hausti hefur hjá flestum tegundum verið breytileg á rannsóknatímanum, án þess þó að sýna langtímaleitni. Undantekningar á þessu eru þorskur og ýsa, en magafylli þeirra hefur farið minnkandi frá aldamótum. Það er í samræmi við hlutfall tómra maga sem hefur farið vaxandi hjá þessum tegundum.
Í skýrslunni er sérstaklega horft til útbreiðslu helstu fæðutegunda og hópa eins og hún endurspeglast í mögum botnfiska, og metin dreifing þeirra m.t.t. hitastigs og dýpis og hvaða afræningjar treysta helst á viðkomandi fæðu. Jafnframt er fjallað um breytingar sem orðið hafa á tímabilinu varðandi hlutfallslegt vægi helstu fæðutegunda. Einnig eru nefndir ýmsir fyrirvarar sem hafa þarf í huga við túlkun niðurstaðna og fjallað er um aðferðarfræði fæðurannsókna, hvar göt eru í þekkingu um fæðuvistfræði og veittar eru ráðleggingar um fæðugreiningar á botnfiskum næstu ár.
Abstract
This report provides a standardized analysis of the diet of 36 demersal fish species inhabiting the seas around Iceland, comprising 15 cartilaginous species and 21 species of bony fish. The data are derived from comprehensive stomach content analyses conducted between 1996 and 2023. In total, around 590 thousand stomachs of demersal fish have been analysed in this period. Among the 36 species, a noteworthy 17 species have never been subjected to quantitative diet composition analysis in Icelandic waters before. The number of stomach samples (with food) ranges from approximately 219 thousand samples for cod to just 46 samples for black scabbardfish.
The results provide information on the dependency of various demersal fish species on certain food groups, and based on their importance, predatory fish can be classified into several groups. Cod, the most abundant demersal fish of the continental shelf, has a varied diet, and eats what is available at any given time, mostly capelin, other fish, and various crustaceans. Of the other species on the continental shelf, ling, tusk, and anglerfish are primarily piscivores, while the main crustacean feeders are starry ray, saithe, whiting, and golden redfish. On the other hand, haddock, Atlantic wolffish, northern wolffish, plaice, dab, and long rough dab feed primarily on benthic invertebrates. Lumpfish has the peculiarity of relying mainly on jellyfish (scyphozoans and comb jellies).
At the edge of the continental shelf and in deeper waters, demersal fish also have different prey selection. Black dogfish lives on a mixed diet and relies equally on fish and crustaceans. Several species, e.g. the longnose velvet dogfish, pale catshark, and birdbeak dogfish mainly eat pelagic and/or mesopelagic fish. Various species of fish are the most important food for great lanternshark, velvet belly lanternshark, Portuguese dogfish, leafscale gulper shark, mouse catshark, blue ling, and black scabbardfish. The main crustacean eaters of the continental shelf edges and deep seas are demersal redfish, Iceland catshark, and the roundnose and roughhead grenadiers, and the same applies to Greenland halibut in cold northern areas. All skate and ray species examined depend on crustaceans as food, and of these, the round ray has the distinction of relying mostly on gammarids. The rabbitfish feeds mainly on benthic invertebrates.
The mean stomach fullness (the weight of diet as a proportion of predator weight) in autumn has varied for most species during the study period, without showing long-term trends. Exceptions to this are cod and haddock, but their stomach fullness has been decreasing since the turn of the century. At the same time, the percentage of empty stomachs in cod and haddock has been increasing.
The report looks specifically at the spatial distribution of the main food species and groups as reflected in stomach samples of demersal fish and evaluates their distribution in relation to temperature and depth and which predators rely most on the prey in question. Changes that have occurred during the study period 1996-2023 regarding the relative importance of the main food types are discussed. Also mentioned are various caveats that need to be kept in mind when interpreting the results. The study provides description on different approaches in feeding studies, identifies holes in knowledge on feeding ecology, and gives recommendations for diet analysis of demersal fish in coming years. |