Sviðsstjóri gagna og miðlunar

Hafrannsóknastofnun leitar eftir öflugum einstaklingi til þess að leiða nýtt svið gagna og miðlunar hjá stofnuninni.

Svið gagna og miðlunar er eitt af stoðsviðum stofnunarinnar og telur 29 starfsmenn. Aðalstarfsstöð sviðsins er í Hafnarfirði en hluti starfsmanna er staðsettur á minni starfstöðvum stofnunarinnar víða um land. Verkefni sviðsins eru gæða- og skjalastjórnun, miðlun, upplýsingatækni og gagnagrunnar. Undir sviðið falla jafnframt, sýnataka og úrvinnsla sýna. Sviðsstjóri situr í framkvæmdastjórn stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Daglegur rekstur sviðsins og dreifing verkefna.
 • Yfirumsjón með þróun og nýsköpun þjónustuþátta innan sviðsins.
 • Ábyrgð á gæða- og skjalamálum stofnunarinnar.
 • Ábyrgð á miðlun efnis frá stofnuninni og yfirumsjón með vef stofnunarinnar
 • Ábyrgð á stefnumörkun og ákvörðunum er varða upplýsingatækni og gagnahögun.
 • Ábyrgð á samhæfingu sýnatöku úr nytjastofnum.
 • Innleiðing og eftirfylgni með gerð vinnu- og gæðaferla stofnunarinnar.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
 • Farsæl reynsla af stjórnun og mannaforráðum.
 • Reynsla á gæða- og skjalamálum skilyrði.
 • Þekking og reynsla á miðlun og útgáfu.
 • Þekking og reynsla á upplýsingatækni og gagnahögun er kostur.
 • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
 • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
 • Hæfni til að miðla þekkingu og upplýsingum á íslensku og ensku.
 • Jákvætt viðhorf og lausnamiðað hugafar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsókn skal fylgja:

 • Ítarleg náms- og ferilskrá
 • Afrit af prófskírteinum
 • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
 • Tilnefna skal að minnsta kosti tvo meðmælendur

Sótt er um starfið á Starfatorgi. Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknir til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2022

Nánari upplýsingar veitir Berglind Björk Hreinsdóttir - berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is - 8916990

Sækja um starf


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?