Djúpköfun laxa í sjó

Mynd 1: Endurheimtur lax með mælimerki í kviðarholi. Mynd 1: Endurheimtur lax með mælimerki í kviðarholi.

Nýlega birtist greinin „Deep-diving of Atlantic salmon (Salmo salar) during their marine feeding migrations“ í tímaritinu Environmental biology of fishes, sem skrifuð er af nokkrum sérfræðingum á ferskvatnslífríkissviði Hafrannsóknastofnunar.

Í greininni er fjallað um dýpishegðun og sérstaklega djúpar dýfur sjö endurheimtra laxa í sjávardvöl þeirra á 15 mánaða tímabili, sem nær yfir alla sjávardvöl laxanna. Árin 2005 og 2006 voru laxaseiði merkt með rafeindamerkjum sem komið var fyrir í kviðarholi seiðanna og sleppt í Kiðafellsá í Kjós (mynd 1). Rafeindamerkin voru framleidd af íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda og skráðu hita og dýpi (þrýsting) á klukkustundar fresti. Mestan hluta tímans voru laxarnir á tiltölulega litlu dýpi (<100m), en sýndu dægursveiflur allan tímann, þar sem fiskarnir héldu sig nálægt yfirborði sjávar yfir nóttina en köfuðu niður á meira dýpi yfir daginn.

Dægursveiflunar voru sérstaklega áberandi frá hausti fram á vor. Þegar leið á sjávardvölina fóru laxarnir að taka stuttar djúpar dýfur (>100 m) og jókst tíðni og lengd dýfanna er leið á veturinn. Þessar djúpu dýfur höfðu áður sést hjá hoplöxum en þetta er í fyrsta skipti sem þær sjást hjá unglaxi. Mesta dýpi sem laxarnir sýndu var frá 419m til 1187m. Flestar dýfurnar voru innan við 5 klst en lengsta dýfan var 33 klst. Algengast var að dýfurnar hæfust á kvöldin eða að nóttu til. Tilgáta höfunda er sú að djúpar dýfur laxanna tengist fæðuatferli, en þekkt er að miðsjávarfiskar geta verið mikilvæg fæða fyrir laxa að vetrarlagi.

Nánar er unnt að kynna sér efni greinarinnar hér: https://link.springer.com/article/10.1007/s10641-018-0817-0

Hún er einnig birt í opnu aðgengi í greinasafninu arXiv https://arxiv.org/abs/1810.12581

 

 

 

 

Djúpköfun laxa í sjó

Nýlega birtist greinin „Deep-diving of Atlantic salmon (Salmo salar) during their marine feeding migrations“ í tímaritinu Environmental biology of fishes, sem skrifuð er af nokkrum sérfræðingum á ferskvatnssviði Hafrannsóknastofnunar.  Í greininni er fjallað um dýpishegðun og sérstaklega djúpar dýfur sjö endurheimtra laxa í sjávardvöl þeirra á 15 mánaða tímabili, sem nær yfir alla sjávardvöl laxanna. Árin 2005 og 2006 voru laxaseiði merkt með rafeindamerkjum sem komið var fyrir í kviðarholi seiðanna og sleppt í Kiðafellsá í Kjós (mynd 1).  Rafeindamerkin voru framleidd af íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda og skráðu hita og dýpi (þrýsting) á klukkustundar fresti. Mestan hluta tímans voru laxarnir á tiltölulega litlu dýpi (<100m), en sýndu dægursveiflur allan tímann, þar sem fiskarnir héldu sig nálægt yfirborði sjávar yfir nóttina en köfuðu niður á meira dýpi yfir daginn. Dægursveiflunar voru sérstaklega áberandi frá hausti fram á vor.  Þegar leið á sjávardvölina fóru laxarnir að taka stuttar djúpar dýfur (>100 m) og jókst tíðni og lengd dýfanna er leið á veturinn.   Þessar djúpu dýfur höfðu áður sést hjá hoplöxum  en þetta er í fyrsta skipti sem þær sjást hjá unglaxi. Mesta dýpi sem laxarnir sýndu var frá 419m til 1187m.  Flestar dýfurnar voru innan við 5 klst en lengsta dýfan var 33 klst.  Algengast var að dýfurnar hæfust á kvöldin eða að nóttu til.  Tilgáta höfunda er sú að djúpar dýfur laxanna tengist fæðuatferli, en þekkt er að miðsjávarfiskar geta verið mikilvæg fæða fyrir laxa að vetrarlagi.

Nánar er unnt að kynna sér efni greinarinnar á eftirfarandi tengli. https://link.springer.com/article/10.1007/s10641-018-0817-0

Hún er einnig birt í opnu aðgengi í greinasafninu arXiv

https://arxiv.org/abs/1810.12581

 

Mynd 1.  Endurheimtur lax með mælimerki í kviðarholi.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?