Ferskvatnslífríki

Starfsemi ferskvatnslífríkissviðs snýr að þáttum er lúta að lífríki í ferskvatni á Íslandi, þar með talið undirstöðum þess, samspili umhverfisþátta, búsvæða og nýtingar. Starfsemin fer fram á þremur starfstöðvum, í Reykjavík, á Hvanneyri og á Selfossi, en starfsvettvangur er landið allt. Á sviðinu starfa 14-15 manns en náin samvinna er við önnur svið innan stofnunarinnar, einkum umhverfissvið og sýnatöku- og gagnasvið.

Starfseminni má skipta í grunnrannsóknir, vöktun, þjónusturannsóknir, ráðgjöf og ýmis konar umsagnir. Grunnrannsóknir lúta að einstökum rannsóknaverkefnum sem í flestum tilfellum eru unnin fyrir fjármögnun úr sjóðum. Slík verkefni eru jafnan tímabundin og unnin samkvæmt þeim áætlunum sem settar eru fram í umsóknum og lýkur með afurðum viðkomandi verkefna. Mörg rannsóknaverkefni eru unnin í samstarfi við aðrar stofnanir og háskóla, bæði innanlenda og erlenda. Mörgum rannsóknaverkefnum fylgir aðkoma nemenda sem starfsmenn sviðsins leiðbeina.

Vöktun er fyrirferðamikill þáttur í starfsemi sviðsins. Vöktun felur í sér endurteknar kerfisbundnar mælingar margra þátta. Má þar nefna mælingar á frumframleiðni vatna og áa, tegundasamsetningu og þéttleika botn- og svifdýra í völdum vatnakerfum ásamt umhverfisbreytum s.s. vatnshita og annarra ólífrænna þátta. Einna fyrirferðamest er vöktun og rannsóknir á fiskstofnum. Nýting fiskstofna í ferskvatni á að vera sjálfbær lögum samkvæmt. Vöktun fiskstofna nær til lykilþátta s.s. stofnstærð göngufiska, aflamagn, stærð hrygningarstofna, nýliðun og vexti seiðaárganga, mat á fjölda gönguseiða laxfiska og endurheimtum þeirra úr sjó. Þar sem um margar tegundir og stofna er að ræða, auk þess sem sumir þeirra ganga á milli ferskvatns og sjávar, þarf að hafa upplýsingar um vöxt þeirra og viðgang í báðum þessum vistum. Margskonar aðferðum er beitt s.s. greining á samsetningu fiska í veiði, talningum göngufiska með fiskteljurum, veiðum á seiðum með rafmagni og greiningu aldurs og vaxtar út frá hreistri og kvörnum. Langtímavöktun er mikilvæg til að greina samspil umhverfisþátta og lífvera sem nýtist sem grunnur til að nema og skilja breytingar og á það jafnt við um frumframleiðslu, smádýr og fiska. Langtímavöktun nýtist einnig til að nema þær breytingar sem snúa að eðli og áhrifum loftslagsbreytinga og áhrifum þeirra á lífríki norðurslóða.

Þjónusturannsóknir eru unnar fyrir fjölmarga aðila og má þar nefna veiðifélög, veiðiréttarhafa og ýmissa framkvæmdaaðila t.d. sveitarfélög, virkjanaaðila og vegagerð.

Ráðgjöf er gefin til margra aðila sem koma að umsjón eða nýtingu ferskvatns og lífríki þess koma, en fyrirferðamest er ráðgjöf til stjórnvalda og stofnana. Í því felst m.a. umsagnir um áhrif framkvæmda og hvort og þá hvernig hægt er að draga úr óæskilegum áhrifum á vistkerfi ferskvatns.

Starfsfólk
Nafn Starfsheiti Netfang
Ásta Kristín Guðmundsdóttir Náttúrufræðingur
Ásta Kristín Guðmundsdóttir
Náttúrufræðingur
Benóný Jónsson Líffræðingur
Benóný Jónsson
Líffræðingur
Eydís H. Njarðardóttir Rannsóknamaður
Eydís H. Njarðardóttir
Rannsóknamaður
Fjóla Rut Svavarsdóttir Líffræðingur
Fjóla Rut Svavarsdóttir
Líffræðingur

Í leyfi.

Friðþjófur Árnason Líffræðingur
Friðþjófur Árnason
Líffræðingur
Guðni Guðbergsson Sviðsstjóri
Guðni Guðbergsson
Sviðsstjóri

Sérsvið: ferskvatnsfiskar

Feril- og ritaskrá

 

Hlynur Bárðarson Líffræðingur
Hlynur Bárðarson
Líffræðingur
Ingi Rúnar Jónsson Líffræðingur
Ingi Rúnar Jónsson
Líffræðingur
Jóhanna Margrét Haraldsdóttir Rannsóknamaður
Jóhanna Margrét Haraldsdóttir
Rannsóknamaður
Jóhannes Guðbrandsson Líf- og stærðfræðingur
Jón S. Ólafsson Vatnalíffræðingur
Jón S. Ólafsson
Vatnalíffræðingur
Leó Alexander Guðmundsson Líffræðingur
Leó Alexander Guðmundsson
Líffræðingur
Magnús Jóhannsson Fiskifræðingur
Magnús Jóhannsson
Fiskifræðingur
Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Líffræðingur
Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir
Líffræðingur
Sigurður Már Einarsson Fiskifræðingur
Sigurður Már Einarsson
Fiskifræðingur
Sigurður Óskar Helgason Líffræðingur
Sigurður Óskar Helgason
Líffræðingur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?