kalýsa (íslenska)

Ýsa

Samheiti á íslensku:
gaddmerarýsa, kalýsa, kurlýsa, skrokkýsa, smáýsa, stórýsa
Ýsa Ýsa
Ýsa
Ýsa
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Melanogrammus aeglefinus
Danska: kuller
Færeyska: Hýsa
Norska: hyse, kolje
Sænska: kolja
Enska: Haddock
Þýska: Schellfisch
Franska: églefin
Spænska: eglefino
Portúgalska: arinca, eglefino
Rússneska: Píksha

Hámarksstærð / Max size : Um 120 cm.

Lengsta ýsa sem veiðst hefur við Ísland var 112 cm á lengd. Nú eru ýsur lengri en 80 cm sjaldséðar.

Heimkynni ýsunnar eru beggja vegna í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hana að finna frá Barentshafi, meðfram ströndum Noregs inn í Kattegat, í Norðursjó og allt umhverfis Bretlandseyjar og suður í Biskajaflóa. Hún er við Færeyjar og Ísland. Í Norðvestur-Atlantshafi er ýsan við strendur Norður-Ameríku frá Nýfundanlandi suður til Hatterashöfða í Bandaríkjunum.

Við Ísland er ýsan algeng allt í kringum landið en einkum þó í hlýja sjónum við suður- og suðvesturströndina.

Ýsan er grunnsævis- og botnfiskur sem heldur sig mest á leir- og sandbotni á 10-200 m dýpi en hennar verður þó vart allt niður á 300 m dýpi og jafnvel dýpra.

Ýsuseiði éta einkum ýmis smákrabbadýr eins og ljósátu, rauðátu. Fullorðna ýsan étur ýmis botndýr svo sem skeljar, snigla, burstaorma, slöngustjörnur, botnkrabbadýr, ígulker og sæfífla. Einnig étur ýsan fiska t.d. marsíli og sandsíli, smásíld, loðnu og spærling.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?