stórufsi (íslenska)

Ufsi

Samheiti á íslensku:
grósseri, murti, smáufsi, stórufsi, varaseiði, þorskufsi
Ufsi
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Pollachius virens
Danska: gråsej, sej
Færeyska: upsi
Norska: sei
Sænska: gråsej
Enska: coalfish, pollock, saithe
Þýska: Köhler, Seelachs
Franska: colin, goberge, lieu noir
Spænska: carbonero, colín
Portúgalska: escamudo, paloco
Rússneska: Sájda

Ufsi getur orðið 135 cm á lengd. Stærsti ufsi sem vitað er um að hafi veiðst hér við land var 132 cm.

Heimkynni ufsans eru beggja vegna Norður-Atlantshafs. Hér við land er ufsi allt í kringum landið en algengastur í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands.

Ufsinn er bæði uppsjávar- og botnfiskur. Hann er á öllu dýpi frá yfirborði og algengastur niður á 200 til 250 m dýpi en finnst allt niður á 450 m. Ufsinn er mikið upp í sjó og gjarnan yfir grýttum botni og sandbotni en einnig yfir svampbotni og kóröllum. Hann er síður á leirbotni. Oft gengur hann um í torfum í ætisleit.

Fæða ufsans er breytileg eftir stærð og svæðum. Ljósáta er yfirgnæfandi æti hjá uppvaxandi og allt upp í meðalstóran (70 cm) ufsa. Fullorðnir fiskar éta ljósátu, fiskseiði (þorsk-, ýsu-, og sandsílisseiði), fisk (loðnu sem er aðalfæða 70-100 cm ufsa), síld, smáþorsk, ufsa, ýsu, kolmunna, spærling o.fl. Stærsti ufsinn étur gjarnan smokkfisk.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?