löngusíli (íslenska)

Trönusíli

Samheiti á íslensku:
lönguseiði, löngusíli, sandseiði
Trönusíli
Trönusíli
Trönusíli
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Hyperoplus lanceolatus
Danska: tobiskonge
Færeyska: stóra nebbasild
Norska: blåsil, storsil
Sænska: tobiskung, vittobis
Enska: greater sandeel
Þýska: Gefleckter Grosse Sandaal
Franska: lancon commun
Spænska: pión
Portúgalska: galeota-maior
Rússneska: Большая песчанка / Bolshája pestsjánka

Trönusíli verður rúmlega 40 cm á lengd.

Heimkynni trönusílis eru í Norðaustur-Atlantshafi við Ísland, Færeyjar, Noreg, í Norðursjó, allt í kringum Bretlandseyjar, og suður til Spánar og Portúgal. Hér við land er trönusílið nær eingöngu við Suður-, Suðvestur- og Vesturland.

Trönusíli lifir frá fjöruborði og niður á um 150 m dýpi en er einna algengast á 20-50 m. Það er mest á sandbotni og grefur sig gjarnan niður í hann og þá einkum á daginn en fer á stjá á nóttunni. Oft er það í stórum torfum.

Fæða er allskonar smákrabbadýr og lirfur þeirra, fiskaegg og seiði.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?