Þrömmungur

Þrömmungur
Þrömmungur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Triglops murrayi
Danska: Murrays knurulk
Færeyska: murrikrutt
Norska: nordlig knurrulke
Sænska: simpknot
Enska: mailed sculpin, moustace sculpin
Þýska: Murrays Groppe
Franska: chabot arctique, faux-trigle maillé
Rússneska: Triglóps atlantítsjeskij

Þrömmungur verður stærstur um 20 cm.

Heimkynni þrömmungs eru í Norðaustur-Atlantshafi, Barentshafi og í Hvítahafi. Hann er við Noreg suður í Skagerak og Kattegat, við Vestur-Skotland, Hjaltlandseyjar, Færeyjar og Ísland. Hann finnst einnig við Vestur-Grænland og Kanada.

Hér finnst þrömmungur einkum í kalda sjónum norðvestan-, norðan- og norðaustanlands en hann hefur einnig fundist undan Suðurlandi en þar er hann mjög sjaldséður.

Þrömmungur er botnfiskur á 10-300 m dýpi og dýpra í 0-4°C sjó en algengastur á 50-250 m og við 2-3°C.

Fæða er einkum burstaormar og smá krabbadýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?