Þorsteinsháfur

Þorsteinsháfur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Centroscymnus crepidater
Danska: langsnudet fløjlshaj
Færeyska: langitrantur
Norska: bunnhå
Sænska: långnosad småpiggshaj
Enska: longnose velvet dogfish
Þýska: Langschnauzen-Dornhaj
Franska: pailona à long nez
Spænska: sapata negra
Portúgalska: sapata-preta
Rússneska: Dlinnonósaja beloglázaja {koljútsjaja} akúla

Þorsteinsháfur getur náð 90 cm lengd en heimildir frá Suður-Afríku benda til allt að 130 cm hámarksstærðar.

Við Ísland veiðist hann sunnan og austan Vestmannaeyja, á útjöðrum Selvogsbanka, suðvestur af Reykjanesi og norður fyrir Snæfellsnes. Hans verður einnig vart djúpt undan Suðausturlandi. Þorsteinsháfur virðist vera einna algengastur á djúpmiðum suðvestan Reykjaness (Reykjaneshrygg).

Djúp- og botnfiskur sem veiðst hefur á 200-1500 m dýpi. Hér er hann algengastur á 700-800 m dýpi. Ungarnir eru um 25 cm við got.

Fæðan er einkum ýmsar fisktegundir en einnig smokkfiskar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?