blóðseiði (íslenska)

Þorskur

Samheiti á íslensku:
auli, blóðseiði, bútungur, býri, fiskur, fyrirtak, golþorskur, kastfiskur, kóð, maurungur, murti, næli, sá guli, seiði, smáþyrsklingur, sprotafiskur, stútungur, styttingur, særingur, þyrsklingur
Þorskur
Þorskur
Þorskur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Gadus morhua
Danska: Torsk
Færeyska: Torskur
Norska: torsk, Skrei
Sænska: Torsk
Enska: Atlantic cod, cod
Þýska: Dorsch, Kabeljau
Franska: cabillaud, morue, morue de l'Atlantique, morue franche
Spænska: bacalao, bacalao del Atlántico
Portúgalska: bacalhau, bacalhau-do-Atlantico
Rússneska: Треска, Treská

Stærsti þorskur sem veiðst hefur hér við land var 186 cm og 17 ára gamall.

Heimkynni þorsksins eru í Norður-Atlantshafi beggja vegna. Um nokkra aðskilda stofna er að ræða sem greinast í sundur að útbreiðslu, vexti og kynþroska. Meðal stofna í Norðaustur-Atlantshafi eru Barentshafsstofninn, íslenski stofninn og stofnarnir við Grænland. Þá eru stofnar við Færeyjar, í Norðursjó, Eystrasalti og víðar. Í Norðvestur-Atlantshafi var stærsti stofninn við Labrador og Nýfundnaland en hann hrundi um 1990.

Þorskurinn er botnfiskur sem lifir á ýmsu dýpi allt frá nokkrum metrum og niður á 600 m eða dýpra. Hér við land er þorskurinn algengastur á 100-400 m en veiðist sjaldan dýpra en á 550 m. Hann fer oft upp um sjó í ætisleit en heldur sig mest í botnnánd eða við botn á alls konar botni.

Þorskurinn er mjög gráðugur fiskur og má segja að hann éti allt sem að kjafti kemur og hann ræður sæmilega við. Í mögum þorska hafa fundist flestir ef ekki allir hópar sjávardýra.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?