Stuttnefur

Stuttnefur
Stuttnefur
Stuttnefur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Hydrolagus affinis
Danska: småøjet havmus
Færeyska: smáoygda havmús
Enska: deepwater chimaera
Franska: chimère à petits yeux, chimère de profondeur
Spænska: quimera ojo chico
Portúgalska: quimera-da-fundura, ratazana-da-fundura
Rússneska: Severoatlantítsjeskij gidrolág

Stærsti stuttnefurinn sem veiðst hefur hér var 138 cm langur.

Stuttnef er að finna í landgrunnskantinum beggja vegna Norður-Atlantshafs. Hans verður vart nær árlega á djúpslóð við Ísland, einkum vestur af landinu frá grálúðuslóðinni vestan Víkuráls og suður á Reykjaneshrygg og fyrir Suðurlandi allt austur í Berufjarðarál.

Lítið er vitað um lífshætti stuttnefs. Hann mun vera botn- og djúpfiskur og hefur veiðst á 300–2400 m dýpi.

Aðalfæða stuttnefs er smáfiskar og hryggleysingjar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?