slétti langhali (íslenska)

Slétthali

Samheiti á íslensku:
slétti langhali
Slétthali
Slétthali
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Coryphaenoides rupestris
Danska: almindelig skolæst, langhale
Færeyska: kubbuta langasporl
Norska: buttnase, langstjert, skolest, spiritist
Enska: rat-tail, rock grenadier, roundnose grenadier
Þýska: Grenadierfisch
Franska: grenadier de roche
Spænska: granadero
Portúgalska: lagartixa-da-rocha
Rússneska: Тупорылый макрурус / Tuporýlyj makrurús

Slétthali getur náð um 110 cm lengd en er sjaldan stærri en 80-90 cm.

Heimkynni slétthala eru í Norðaustur-Atlantshafi frá Biskajaflóa, norður fyrir Bretlandseyjar til Noregs, Færeyja og Íslands. Þá er hann við Grænland, Labrador og Nýfundnaland.

Við Ísland er hann á djúpmiðum suðaustanlands vestur með Suðurlandi og Suðvesturlandi norður á djúpmið Vestanlands. Hann er víða algengur á þessum slóðum.

Slétthali er botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 180-2195 m dýpi.

Fæða er einkum allskonar krabbadýr en einnig smokkfiskar og fiskar m.a. laxsíldir.

Slétthali hefur verið veiddur í botn- og flotvörpur, einkum af Rússum, og nýttur sem matfiskur, en Íslendingar hafa aldrei veitt mikið af slétthala.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?