flúra (íslenska)

Skrápflúra

Samheiti á íslensku:
brosma, flúra, gedda, gelgja, skrápkola, skrápkoli, skráplúra, stórkjafta, þjalakoli
Skrápflúra
Skrápflúra
Skrápflúra
Skrápflúra
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Hippoglossoides platessoides
Danska: håising
Færeyska: hvassasprek
Norska: gapeflyndre, langkjeftflyndre, storkjeft
Sænska: lerskädda, storgab
Enska: long rough dab, rough dab, canadian plaice, american plaice
Þýska: Doggerscharbe, Rauhe Scharbe, Rauhe Scholle
Franska: balai, balai de l'Atlantique, faux flétan, flétan nain, plie canadienne
Spænska: platija americana, platija canadiense
Portúgalska: solha-americana, solha-flanda
Rússneska: Камбала-ёрш / Kámbala-jorsh

Stærsta skrápflúra sem veiðst hefur á Íslandsmiðum mældist 65 cm.

Heimkynni skrápflúru eru í Norður-Atlantshafi, Norður-Íshafi og Barentshafi frá Svalbarða og meðfram ströndum Noregs inn í vestanvert Eystrasalt, í Norðursjó, suður í Ermarsund og umhverfis Bretlandseyjar og við Færeyjar. Hún er mjög algeng allt í kring um Ísland.

Skrápflúra er botnfiskur sem heldur sig mest á leir- og leðjubotni á 10-400 m dýpi og dýpra en hún hefur veiðst allt niður á 1200 m dýpi.

Fæða er mest loðna og allskonar botndýr svo sem burstaormar, slöngustjörnur, samlokuskeljar, sniglar, kuðungakrabbar o.fl. krabbadýr en einnig sandsíli o.fl. smáfiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?