rauðdepla (íslenska)

Skarkoli

Samheiti á íslensku:
grallari, karkola, karkoli, koli, kollúra, landsynningsgrallari, lúra, rauðdepla, rauðspretta, skurfur
Skarkoli
Skarkoli
Skarkoli
Skarkoli
Skarkoli
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Pleuronectes platessa
Danska: rødspætte
Færeyska: Færeyska: reyðsproka
Norska: gullflyndre, rødspætte
Sænska: rödspätta
Enska: plaice, european plaice
Þýska: Scholle
Franska: carrelet, plie
Spænska: solla europea
Portúgalska: solha, solha-legítima
Rússneska: Камбала морская / Kámbala morskája

Skarkolinn á að geta náð 95 cm lengd. Lengsti skarkoli sem mældur hefur verið hér við land var 85 cm. Algeng stærð við Ísland er 30-50 cm en 24-40 cm annars staðar í Evrópu.

Heimkynni skarkolans eru í Norðaustur-Atlantshafi, Barentshafi og Hvítahafi frá Múrmansk og meðfram strönd Noregs inn í Eystrasalt. Hann er í Norðursjó og allt umhverfis Bretlandseyjar, í Biskajaflóa og suður með Portúgal og inn í vestanvert Miðjarðarhaf. Þá er skarkoli við Færeyjar og Ísland.

Hér við land er skarkoli mjög algengur allt í kringum landið.

Skarkolinn er botnfiskur og grunnfiskur sem lifir á 0-200 m dýpi á sand- og leirbotni. Hann er ekki sérlega viðkvæmur fyrir seltulitlum sjó og á það til að flækjast upp í árósa og lón.

Fæða skarkolans er margbreytileg og mest alls konar hryggleysingjar eins og burstaormar, skeldýr, smákrabbadýr, skrápdýr en einnig smáfiskar eins og sandsíli, loðna o.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?