kópsíld (íslenska)

Síld

Samheiti á íslensku:
hafsíld, kópsíld
Síld
Síld
Síld
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Clupea harengus
Danska: sild
Færeyska: sild
Norska: sild
Sænska: sill
Enska: herring, atlantic herring
Þýska: Hering
Franska: hareng
Spænska: arenque de Atlántico
Portúgalska: arenque-do-Atlântico
Rússneska: Сельдь / Sel'd', Атлантическая сельдь / Atlantítsjeskij sel'd'

Stærsta síld sem vitað er um að hafi veiðst hér við land var 46,5 cm löng og 750 gr á þyngd. Annars verður síld sjaldan lengri en 40 cm en oft er hún 30-40 cm.

Segja má að heimkynni síldarinnar sé allt Norður Atlantshaf, en hún skiptist í marga stofna. Við Ísland hafa fundist þrír síldarstofnar, íslensk vor- og sumargotssíld og norski vorgots-síldarstofninn, sem kemur hingað í ætisleit á sumrin. Vorgotssíldin og norski stofninn teljast vera hafsíldir en sumargotssíldin grunn- eða strandsíld.

Síldin er fyrst og fremst uppsjávar- og miðsævisfiskur enda þótt hún hrygni við botn. Hún lifir frá yfirborði og niður á 200-250 m dýpi og er ekki sérlega viðkvæm fyrir seltustigi sjávar því hún finnst í fullsöltum sjó og í ísöltu vatni. Hún á það til að álpast upp í árósa ef svo ber undir.

Aðalfæða fullorðinnar síldar er ýmiss konar smákrabbadýr og er þar fremst í flokki rauðáta (Calanus finmarchicus) og skyldar tegundir. Þá étur hún mikið af ljósátu, ýmsar marflóategundir, vængsnigla og pílorma.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?