Lúsífer

Lúsífer
Lúsífer
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Himantolophus groenlandicus
Danska: Reinhardts fakkelangler
Færeyska: Grønlandstussi
Enska: Atlantic footballfish
Franska: football atlantique
Rússneska: Gimantolóf

Lúsífer er miðsævis-, botn- og djúpfiskur. Lítið er vitað um fæðu en fiskleifar hafa fundist í maga lúsífers. Hrygnurnar eru miklu stærri en hængarnir, stærsta hrygna sem veiðst hefur var 50 cm löng en hængarnir aðeins um 4 cm. Hængurinn lifir sjálfstæðu lífi en ekki eins og hjá mörgum skyldum tegundum þar sem hængurinn lifir fastur við hrygnuna. Lúsífer fannst fyrst rekinn á land í Vestmannaeyjum árið 1886. Hann hefur síðan fundist víða meðfram suður og suðausturströndinni og allt til grálúðuslóða vestan Víkuráls.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?