loðka (íslenska)

Loðna

Samheiti á íslensku:
barsíli=hrygna, hrognaseiði=hrygna, hrognasíli=hrygna, hæringur=hængur, kampasíld, loðka, loðsíld, loðsíli, vorsíli
Loðna
Loðna
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Mallotus villosus
Danska: lodde
Færeyska: lodne
Norska: lodde
Sænska: lodda
Enska: capelin, caplin
Þýska: Lodde
Franska: capelan, capelan atlantique
Spænska: capelán
Portúgalska: capelim
Rússneska: Мойва / Mójva

Stærsta loðna sem vitað er um veiddist við Nýfundnaland, 25 cm 10 ára gömul hrygna. Hér við land eru loðnur stærri en 20 cm þó sjaldséðar. Hængar verða stærri en hrygnur.

Heimkynni loðnunnar eru nyrstu höf jarðarinnar þar sem hún er víða mjög útbreidd. Við Ísland finnst loðna allt í kringum landið.​

Kaldsjávar- og uppsjávarfiskur sem leitar þó botns á grunnsævi til þess að hrygna. Mestan hluta ævinnar heldur íslenska loðnan sig úti á reginhafi norður af landinu. Aðal hrygningarstöðvarnar eru á grunnsævi við suður- og suðvesturströndina. ​

Talið að hún hrygni aðeins einu sinni og drepist síðan. Eitthvað af hrygnunum kann að lifa af og hrygna tvisvar en hrygningardauði hænganna virðist vera alger a.m.k. hér við land.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?