lýri (íslenska)

Hlýri

Samheiti á íslensku:
hlýragóna, lýri, steinbítsbróðir, úlfsteinbítur
Hlýri
Hlýri
Hlýri
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Anarhichas minor
Danska: plettet havkat
Færeyska: liri
Norska: flekksteinbit
Sænska: fläckig havkatt
Enska: leopardfish, smaller catfish, spotted catfish, spotted wolffish
Þýska: Gefleckter Katfisch, Gefleckter Seewolf
Franska: loup tacheté, poisson leopard
Spænska: perro pintado
Portúgalska: peixe-lobo-malhado
Rússneska: Пятнистая зубатка, Пёстрая зубатка / Pjatnístaja {Pjóstraja} zubátka

Hámarksstærð hlýra er um 140 cm.

Hrygning á sér stað hér við land frá lokum ágúst fram í byrjun október. Hlýrinn er náskyldur steinbít og líkur honum í útliti. Hlýri getur þó orðið stærri en steinbíturinn og lengsti hlýri sem veiðst hefur við Ísland var 144 cm. Hlýri getur orðið allt að 20 ára gamall.

Heimkynni hlýra eru í Norður-Atlantshafi og Barentshafi frá Svalbarða til stranda Múrmansk og Norður-Noregs og þaðan suður til Björgvinjar. Þá er hann við Hjaltlandseyjar, Færeyjar og Ísland og þaðan til Austur- og Vestur-Grænlands. Einnig er hann við Norður-Ameríku frá Labrador og suður fyrir Nýfundnaland allt til miðanna undan Nýja-Skotlandi.

Við Ísland er hlýrinn allt í kringum landið en hann er þó mun algengari í kalda sjónum undan Norðvestur-, Norður-, Norðaustur- og Austurlandi en í þeim hlýja.

Hlýrinn er botnfiskur og lifir á sand- og leirbotni venjulega á 100-700 m dýpi en fæst stundum grynnra.

Fæða er svipuð og hjá steinbít. Þó ræður hann ekki við eins mikið harðmeti. Hann étur sennilega meira af skrápdýrum svo sem slöngustjörnum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?