Bletta

Bletta
Bletta
Bletta
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Gaidropsarus vulgaris
Danska: tretrådet havkvabbe
Færeyska: tríhyrnta hornabrosma, blettuta hornabroma
Norska: tretrådet tangbrosme
Enska: three-bearded rockling
Þýska: Dreibärtelige Seequappe
Franska: motelle à trois barbillons, motelle commune
Spænska: lota
Portúgalska: laibeque-de-três-barbilhos
Rússneska: Gалея / Galejá

Bletta getur náð 60 cm lengd en hér við land hefur hún ekki mælst lengri en 21 cm.

Heimkynni blettu eru í vestanverðu Miðjarðarhafi og við strendur Evrópu frá Spáni og Portúgal inn í Biskajaflóa, við Bretlandseyjar og í Norðursjó til Suðvestur-Noregs, Færeyja og Íslands.

Við Ísland hafa einungis veiðst ungir fiskar, sá stærsti var 21 cm. Hún veiðist eingöngu í hlýja sjónum undan sunnanverðu landinu, frá Rósagarði vestur að Reykjaneshrygg.

Botnfiskur sem veiðst hefur á 10-120 m dýpi við strendur Evrópu nema Íslands þar sem hann hefur veiðst á 120-780 metra dýpi. Heldur sig á leir- eða grjótbotni.

Fæða er krabbadýr, burstaormar og fiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?