Blákarpi

Samheiti á íslensku:
Blákarpi
Blákarpi
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Polyprion americanus
Danska: vragfisk
Færeyska: rekfiskur
Norska: vrakfisk
Enska: stone bass, wreck fish
Þýska: Wrackbarsch, Wrackfisch
Franska: cernier, cernier atlantique
Spænska: cherna
Portúgalska: cherne, cherna
Rússneska: Полиприон /Políprion

Blákarpi er strand- og úthafsfiskur. Ungir fiskar eru stundum í torfum í yfirborðinu innan um fljótandi drasl og visa nafngiftir annarra þjóða stundum í það. Fæða eru krabbadýr, lindýr og fiskar. Fyrsti blákarpinn sem veiddist við Ísland 1953 var 66 cm langur en stærsti blákarpinn sem veiðst hefur hér við land var 102 cm.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?