Bersnati

Bersnati
Bersnati
Bersnati
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Xenodermichthys copei
Danska: kortsnudet glathovedfisk
Færeyska: lítliglámur
Enska: bluntsnout smoothead
Franska: gymnaste atlantique

Bersnati verður um eða undir 20 cm á lengd.

Heimkynni bersnata eru víða í Atlantshafi, einnig í Indlandshafi og austanverðu Kyrrahafi. Við Ísland finnst bersnati víða á djúpmiðum undan Suðaustur-, Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi og á milli Íslands og Grænlands.

Bersnati er miðsævis-, botn- og djúpfiskur sem hefur fundist allt niður á 3500 m dýpi en mun vera algengastur á 100–1000 m dýpi. Hér er hann sjaldan grynnra en á 200 m dýpi.

Fæða er einkum krabbadýr eins og ljósáta, krabbaflær, marflær en einnig skelkrabbar og smáir smokkfiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?