Vöktun veiðiáa

Upprunagreining strokulaxa

Upprunagreining strokulaxa

Uppfærð frétt, 11. maí 2021. Þau leiðu mistök voru gerð að upplýsingar um strokustað tveggja strokulaxa sem gengu í Fífustaðadalsá voru birtar án leyfis á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar þann 21. desember 2018, en sýnin voru í eigu Laxfiska ehf og biðst stofnunin velvirðingar á því. Einnig hefur óþekktur lax í Breiðdalsá verið rakinn til erlends hrognaframleiðanda sem útilokar að hann sé úr íslensku eldi.

Hafrannsóknastofnun, í samvinnu við MAST og Matís hefur unnið að upprunagreiningu þeirra eldislaxa sem hafa veiðst í íslenskum ám.

Notuð er svokölluð arfgerðagreining og 14 erfðamörk greind og borin saman við erfðamörk þeirra hænga sem notaðir voru við framleiðslu seiða 2015.

Alls hafa veiðst 12 eldisfiskar og hafa 9 þeirra verið greindir og raktir til upprunakvía með vissu.

Eitt sýni var endurkeyrt með nýju erfðarsýni og borið saman við eldi árgang klakfiska en það var sýni úr Mjólká. Ekki fékkst samsvörun við hænga 2014 og líklega er hann af enn eldri árgangi þó að ekki hafi tekist að staðfesta það. Fiskur sem veiddist í Breiðdalsá reyndist vera af Salmobreed stofni (Benchmark Genetics Norway) sem þýðir að hann er ekki úr innlendu eldi.

Átta fiskar sem greindir hafa verið komu allir frá tveimur kvíastæðum annars vegar úr Laugardal í Tálknafirði og hins vegar frá Hringsdal Arnarfirði, og einn var úr erlendu eldi.

Tilkynnt hafa verið 3 atvik sem stemma við þessar staðsetningar. Arnarlax tilkynnti atvik/strok Hringsdal Arnarfirði þann 21.02.2018 og tvö atvik í Laugardal Tálknafirði annað í febrúar og hitt í júlí.

Svo virðist því að allir eldisfiskar sem veiddust hafi komið úr tilkynntum strokum.

 

Strokstaður

Veiðistaður

Laugardalur Tálknafirði

Staðárhólsá/Hvolsá

Laugardalur Tálknafirði

Selá í Ísafirði

Laugardalur Tálknafirði

Vatnsdalsá

Hringsdalur Arnarfirði

Mjólká

Óvíst, líklegast úr eldra klaki

Mjólká

Hringsdalur Arnarfirði

Laugardalsá

Hringsdalur Arnarfirði

Eyjafjarðará

Laugardalur Tálknafirði

Staðará

Erlendur

Breiðdalsá

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?