Um þörungagrunninn

  • Hvað er í grunninum?

Upplýsingar um botnþörunga sem safnað hefur verið í fjörum og á grunnsævi við Ísland. Upplýsingar eru um tegund, fundarstað, söfnunartíma, nafn safnara og nafn þess sem greindi tegundina. Í sumum tilfellum er einnig skráðar upplýsingar um æxlunareinkenni eintaksins og aðrar upplýsingar um eintakið sem þykja áhugaverðar.

  • Hver sér um grunninn?

Karl Gunnarsson (karl@hafro.is) og Svanhildur Egilsdóttir (shild@hafro.is) hafa umsjón með innslætti gagna og viðhaldi grunnsins í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands.

  • Hvar er grunnurinn geymdur?

Gagnagrunnurinn er vistaður í Oracle gagnagrunni Hafrannsóknastofnunarinnar.

  • Hvar eru þörungarnir geymdir og hvernig?

Stærri þörungarnir eru þurrkaðir og settir upp á pappír með merkimiða með sömu upplýsingum og eru í grunninum (sjá hér fyrir ofan) en smásæir þörungar eru á smásjárgleri. Á smásjárglerinu eru miðar með upplýsingum um fundarstað, söfnunardag og eintakið. Eintökin eru varðveitt á Náttúrufræðistofnun Íslands og hefur Guðmundur Guðmundsson (gg@ni.is) umsjón með geymslu þeirra þar. Að auki eru skráð í grunninn allmörg þörungaeintök frá Íslandi sem vistuð eru í grasasafninu í Kaupmannahöfn.

  • Helstu safnarar:

Uppistaðan í þörungasafninu er úr söfnum eftirfarandi manna: Helgi Jónsson (safnað á tímabilinu 1897-1910), Sigurður Jónsson (safnað á tímabilinu 1963-1995), Karl Gunnarsson o.fl (safnað á tímabilinu 1973- ).

  • Tölfræðiupplýsingar? 
    Alls eru skráðar um 11.500 færslur í grunninn.
    Af þessum eintökum eru 1116 varðveitt í Kaupmannahöfn 138 eintök hafa ekki dagsetningu (11.11.1111) öll varðveitt í Kaupmannahöfn. 
    Elsta eintakið er Ectocarpus tomentosoides (leiðr: Laminariocolax tomentosoides) safnað af Helga Jónssyni við Brimnes þann 18.07.1807, varðveitt í Kaupmannahöfn. 
    Elsta eintakið sem varðveitt er á Íslandi er Fucus evanescens safnað af Stefáni Stefánssyni 06.04.1889 við Gásir í Eyjafirði.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?