Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantslax.
19. október
Mikil tæring í Bjarna Sæmundssyni
Vegna bilunar í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni hefur skipið ekki komist af stað í rannsóknaleiðangur sem hefjast átti í liðinni viku, þar sem m.a. átti að kanna ástand rækju og smásíldar, gera umhverfisrannsóknir í fjörðum og veiðarfæratilraunir.
19. október
Steingrímur Jónsson flytur erindi á málstofu
Fimmtudaginn 19. október kl. 12:30
17. október
Leka vart við dælingu úr veltitanki
Á mánudag uppgötvaðist að vatn eða sjór væri í brennsluolíu á Bjarna Sæmundssyni. Síðan þá hefur verið unnið að því að finna út hvaðan það kemur. Ljóst er að vatnið eða sjórinn er frá vatnslögnum eða tönkum innan skipsins.
13. október
Viðurkenningar veittar vegna skútubjörgunar
Áhöfn rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, flugmenn flugvélar Isavia og stjórnandi og varðstjórar í stjórnstöð LHG hljóta viðurkenningu fyrir þátt sinn í björgun áhafnar bandarískrar skútu í sumar.
12. október
Bráðabirgðatölur fyrir stangveiði á laxi sumarið 2017
Stangveiðin 2017 var nærri langtímameðaltali. Veiðin á Vesturlandi 2017 var svipuð og hún var 2016 en minnkun í öðrum landshlutum.
09. október
Haraldur A. Einarsson flytur erindi á málstofu
Miðvikudaginn 4. okóber kl. 12:30.
03. október
Ráðgjöf ICES um heildarafla 2018 í kolmunna, síld og makríl
Í vikunni lauk fundi ráðgjafarnefndar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) þar sem m.a. var fjallað um ráðgjöf um heildarafla norsk-íslenskrar vorgotssíldar, kolmunna og makríls í Norðaustur-Atlantshafi fyrir árið 2018. Íslendingar stunda umtalsverðar veiðar úr þeim stofnum.
29. september
Óskað eftir togara í togararall
Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, óska eftir tilboðum í leigu á togara til verkefnisins „Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum“. Að þessu sinni er óskað eftir einum togara á NA-svæði í þrjár vikur í mars árið 2018, eða til fleiri ára.