Upptaktur að veiðisumrinu 2025

Upptaktur að veiðisumrinu 2025

Hafrannsóknastofnun boðar til fundar um málefni ferskvatnsfiska fimmtudaginn 22. maí 2025, í aðdraganda komandi veiðisumars.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði en verður einnig í fjarfundi (Teams). Fjölmörg áhugaverð erindi verða flutt og verður gestum boðið að taka leggja spurningar fyrir fyrirlesara. 
Gestum verður boðið að þiggja morgunverð fyrir fundinn.

8.20-9.00: Morgunverður

9.00-9.05: Fundur settur

9.05-9.25: Veiðin og ástand stofna
Guðni Guðbergsson sviðsstjóri ferskvatns- og eldissviðs Hafrannsóknastofnunar

9.25-9.45: Það veiðist vel í Veiðivötnum
Magnús Jóhannsson fiskifræðingur

9.45-10.05: Ferskvatn + fiskur = ferskvatnsfiskur
Eydís Salome Eiríksdóttir jarðefnafræðingur

10.05-10.20: Kaffihlé

10.20-10.40: Vísindaskáldskapur og raunhæfingar: hvernig nýtist erfðafræði við vöktun ?
Áki Jarl Láruson stofnerfðafræðingur

10.40-11.00: Sjúkdómastaða villtra íslenskra laxfiska
Árni Kristmundsson, fisksjúkdómafræðingur á Keldum

Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig hér, eigi síðar en á hádegi miðvikudaginn 21. maí 2025.

Tengill á Teams fund er hér. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?