Hlýrahrogn í hrjúfum hrammi starfsmanns tilraunaeldisstöðvarinnar að Stað í Grindavík. Skjáskot úr myndbandi um hlýraeldi.
Frá hausti 2023 hefur villtum hlýra verið safnað við línu- og botnvörpuveiðar. Fisknum hefur verið haldið lifandi um borð í fiskiskipum og komið fyrir í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar að Stað í Grindavík. Söfnunin hefur haft tvíþætt markmið.
Annars vegar var hlýra aflað til að meta lífslíkur eftir sleppingu úr veiðarfærum. Með því að fylgjast með fiskunum í stöðinni var hægt að leggja mat á árangur sleppinga til að draga úr álagi á stofninn, sem er í viðkvæmri stöðu. Fyrstu niðurstöður gefa tilefni til bjartsýni. Hlýri er tiltölulega harðgerður fiskur og í mörgum tilvikum losnuðu önglar af sjálfu sér með tímanum.
Hins vegar var markmið söfnunarinnar að hefja tilraunaframleiðsla á hlýraseiðum. Sá hluti verkefnisins var unninn að frumkvæði Hreins Sigmarssonar hjá Denvo Wolffish Iceland, sem ásamt Þórólfi Sigurðssyni hefur staðið að söfnun klafisks og fjármögnun verkefnisins.