Svifverur sjávar á Vísindavöku í Laugardalshöll

Svifverur sjávar á Vísindavöku í Laugardalshöll

Hafrannsóknastofnun tekur þátt í Vísindavöku sem verður haldin laugardaginn 27. september í Laugardalshöllinni frá 12:00 - 17:00. En í ár eru 20 síðan Vísindavaka var fyrst haldin.

Framlag Hafrannsóknastofnunar að þessu sinni er að kynna svifverur sjávar með áherslu á plöntusvif og dýrasvif. Hægt verður að skoða sýni, m.a. í smásjá, kynnast rannsóknaaðferðum á frumframleiðni hafsins. Einnig verður hægt að taka þátt í skemmtilegri getraun og freista þess að vinna hvalaskoðunarferð með Eldingu.

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum og með allskonar leiðum, en einnig verður hægt að hlusta á fjölbreytt úrval fyrirlestra.

Það er ókeypis á Vísindavöku og vandfundin betri skemmtun fyrir alla forvitna sem unna vísindum; fullorðna, ungmenni og börn. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?