Við leitum að sérfræðingi í loftgæðateymi

Við leitum að sérfræðingi í loftgæðateymi

Hafrannsóknastofnunin leitar eftir sérfræðingi í loftgæðateymi Efnagreiningadeildar. Sérfræðingurinn mun sinna kvörðun og grunnviðhaldi mælitækja á loftgæðamælistöðvum. Einnig mun hann undirbúa og framkvæma útblástur- og loftgæðamælingar fyrir stóriðju, verksmiðjur og aðra starfsemi. Starfið er fjölbreytt, bíður upp á sveigjanlegan vinnutíma og breytilegt starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

• Framkvæmd útblástur- og loftgæðamælinga.
• Úrvinnsla sýna og frumgagna úr mælingum.
• Kvörðun og viðhald loftgæðamælitækja.
Hæfniskröfur
• Háskólapróf í verkfræði, efnafræði eða sambærilegum fögum er skilyrði.
• Hæfni í meðferð og viðhaldi rannsóknatækjabúnaðar er kostur.
• Hæfni í meðferð og úrvinnslu gagna er kostur.
• Metnaður, frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Jákvætt viðmót, samstarfsvilji og lausnamiðuð nálgun.
• Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í teymi.
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku er ákjósanlegt.
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku er skilyrði.

Viðkomandi þarf að vera í góðu líkamlegu formi og vera fær um að vinna í hæð. Starfið krefst sveigjanlegs vinnutíma og að viðkomandi sé með gilt ökupróf.

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja:

• Ítarleg ferilskrá.
• Afrit af prófskírteinum.
• Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
• Tilnefna skal tvo meðmælendur.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi hreint sakavottorð. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Hafrannsóknastofnun áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum. 

Við ráðningu í störf hjá Hafrannsóknastofnun er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Um Hafrannsóknastofnun

Hafrannsóknastofnun, rannsókna og ráðgjafastofnun hafs og vatna, er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði hafs- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Hún heyrir undir matvælaráðuneytið. Stofnunin rekur, auk aðalstöðvar í Hafnarfirði, starfsstöðvar vítt og breitt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hjá stofnuninni starfa að jafnaði um 190 manns í fjölbreyttum störfum.
Gildi stofnunarinnar eru: Þekking - Samvinna - Þor.


Nánari upplýsingar má finna á www.hafogvatn.is. Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2024

Nánari upplýsingar veitir Kristmann Gíslason, kristmann@hafogvatn.is. Sími: 5752138
Berglind Björk Hreinsdóttir, berglind.bjork.hreinsdottir@hafogvatn.is. Sími: 891 6990

Nánari upplýsingar og umsókn um starfið hér á Starfatorgi.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?