Ragnar Berg, Stirnir og Þorbjörg Tinna unnu í getraunaleik

Ungur drengur og aðstandandi velta fyrir sér fjölda rauðáta í krukku á Vísindavöku Rannís en ekki vi… Ungur drengur og aðstandandi velta fyrir sér fjölda rauðáta í krukku á Vísindavöku Rannís en ekki vitað nánari deili á þeim köppum. Til hliðar stendur Sólrún Sigurgeirsdóttir líffræðingur á Hafrannsóknastofnun sem hafi umsjón með getrauninni.

Ragnar Berg 5 ára, Stirnir 7 ára og Þorbjörg Tinna 9 ára voru á meðal ríflega 200 þátttakenda í getraunaleik Hafrannsóknastofnunar á Vísindavöku sem haldin var í lok september sl. en talið er að hátt í 7000 manns hafi heimsótt vökuna að þessu sinni. Getraunin gekk út á að skoða rauðátur í vatni og velta fyrir sér hve margar þær voru. Til samanburðar var hægt að skoða aðra krukku með 10 örsmáum rauðátum. Rauðáturnar reyndust vera 5228 talsins en vinningshafarnir giskuðu á að þær væru 5081, 5001 og 5000. Þau hlutu að launum gjafabréf fyrir hvalaskoðun með Eldingu. 

Rauðáta tilheyrir dýrasvifi sem er hópur smárra hryggleysingja og er rauðátan algengust. Dýrasvif er mikilvægur hlekkur í færðuvef sjávar þar sem það flytur orku frá plöntusvifi til lífvera ofar í fæðuvefnum. Rauðáta, sem er algengasta tegund krabbaflóa í N-Atlantshafi, er mikilvæg fæða fyrir seiði og uppsjávarfiska. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?