Ráðgjöf um veiðar á rækju í Arnarfirði og Ísafjarðardjúpi fiskveiðiárið 2022/2023

Rækja. Mynd Svanhildur Egilsdóttir. Rækja. Mynd Svanhildur Egilsdóttir.

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli rækju í Arnarfirði fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meira en 242 tonn og að afli rækju í Ísafjarðardjúpi verði ekki meiri en 523 tonn. 
 
 
Stofnvísitala rækju í Arnarfirði hækkaði árið 2022 og var svipuð og á árunum 2013-2015. Mikið var af ýsu á svæðinu en árin 2020-2022 voru vísitölur ýsu þær hæstu frá árinu 2011. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar í Arnarfirði, má finna í tækniskjali.
 
Stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi var svipuð og árin 2018-2020 og var yfir viðmiðunarmörkum. Vísitölur ýsu hafa verið háar frá árinu 2004. Nánari upplýsingar um niðurstöður stofnmælingarinnar í Ísafjarðardjúpi, veiðar og ráðgjöf má nálgast í tækniskjali.
 

Hlekkur á ráðgjafarvef.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?