Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að afli sæbjúgna á átta veiðisvæðum við Ísland verði ekki meiri en 2168 tonn. Þetta er um 5 % minnkun frá ráðgjöf síðasta árs.
Lífmassavísitala hefur lækkað nokkuð á veiðisvæðum við Vestfirði og á Norðursvæði við Austurland, en minni breytingar eru á öðrum svæðum. Umtalsvert hefur dregið úr veiðum milli tveggja síðustu fiskveiðiára, en tegundin er viðkvæm fyrir sveiflum á mörkuðum.
Sjá ráðgjöf og tækniskjöl hér – birt 24. september 2025.