“Open Sea Lab 3.0 Hackathon”

“Open Sea Lab 3.0 Hackathon”

EMODnet er samstarfsnet margra stofnana í Evrópu um opið aðgengi að hafrannsóknagögnum í gegnum vefþjónustu. Hafrannsóknastofnun er nú samstarfsaðili í gegnum verkefnið EMODnet Ingestion (https://www.emodnet-ingestion.eu/) en ýmis gögn frá Íslandi eru nú aðgengileg á þennan máta.

Í mars fer fram “Open Sea Lab 3.0 Hackathon” sem er stutt af Evrópusambandinu. Hackaþonið fer fram 27. – 28. mars 2023 en þar verður þátttakendum gert kleift að prófa EMODnet gagnaveituna og þjónustur til að skapa og deila nýjum hugmyndum.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta nálgast frekari upplýsingar í hlekk hér á eftir: https://opensealab.eu/ og í myndbandi sem fylgir fréttinni.

Í framhaldi af viðburðinum verður völdum þátttakendum frá þremur vinningsliðum boðið að koma á European Maritime Day 2023 (sem haldinn verður í Brest, Frakklandi, 24. -25. maí 2023) til að kynna sínar lausnir.

Smelltu til að horfa á kynningarmyndband.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?