Málstofa Hafrannsóknastofnunar um hita- og seltuhringrásina í Norður-Atlantshafi

Málstofa Hafrannsóknastofnunar um hita- og seltuhringrásina í Norður-Atlantshafi

Í málstofu Hafrannsóknastofnunar, sem haldin verður 9. október nk. kl. 10.30 fjallar Lars Henrik Smedsrud, prófessor við háskólann í Bergen um hita- og seltuhringrásina í Norður-Atlantshafi. Erindi hans heitir: Eru vísbendingar um að hita- og seltuhringrásin í Norður-Atlantshafi sé að veikjast? Málstofan verður haldin á ensku.  Athugið að hún var færð fram um tvo tíma miðað við fyrstu tilkynningu og er núna kl. 10.30.

Nánar um erindið

Varmaflutningur með hafstraumum í átt að Norður-Íshafinu er lykilferli í hnattræna loftslagskerfinu og á sér aðallega stað í Atlantshafi um Norðurhöf. Við skoðum varmaflutning til norðurs með Atlantssjó (AW) og varmatap út í andrúmsloftið frá árinu 1900, byggt á líkani sem hermir hafís og ástand hafsins. Líkönin eru knúin af endurgreindum lofthjúpsgögnum, ítarlegum gagnagrunni um ástand sjávar frá árinu 1950 og athugunum á innstreymi AW frá árinu 1996.

 

Norður-Íshafið, þar á meðal Norðurhöf og Barentshaf, hefur hlýnað frá áttunda áratugnum. Þessi hlýnun er í samræmi við aukinn varmaflutning AW og minkun á hafís. Barentshafið hefur hlýnað um um það bil +2°C, misst mestan vetrarhafís og tapað meiri varma. Norður-Grænlandshaf varð ferskara (minna salt) vegna aðflutnings á ferskari sjó frá níunda áratugnum til ársins 2000 sem kom í veg fyrir myndun djúpsjávar, en millisjórinn sem myndast virðist í staðinn nægja til að viðhalda útstreymi á þungum sjó út í Norður-Atlantshafið.

Varmatap til andrúmsloftsins á sér stað í Norðurhöfum (60% af heildinni) með miklum sveiflum í andrúmsloftinu milli ára. Varmatap frá Barentshafi (∼30%) og öðrum innhöfum í Norður-Íshafinu (∼10%) er almennt minna en sýnir mikla aukningu þar. Varmaflutningur með AW, varmatap til andrúmsloftsins og útstreymi af þungum sjó til Norður-Atlantshafsins hefur allt aukist síðan 1900. Þetta tengist með fræðilegri greiningu. Engin merki eru um veikara innstreymi á AW né minni varmaflutningi frá sjónum beggja vegna Færeyja eða meðfram norsku ströndinni, en verulegur breytileiki er vegna vinds eins og við er að búast. Þessar niðurstöður stangast á við spár um veikari veltihringrás Atlantshafsins (AMOC) og benda í staðinn til aukins varmaflutnings með hafstraumum í átt að Norður-Íshafinu.

Um Lars Henrik Smedsrud 

Lars Henrik Smedsrud hefur yfirgripsmikla reynslu af heimskautahaffræði hafsvæða beggja skauta. Hann leiðir samstarfsnet heimskautasérfræðinga við Háskólann í Bergen og hefur verið professor II við Háskólasetrið á Svalbarða (UNIS) frá því 2014. Þessu til viðbótar hefur hann átt sæti í ráðgjafarnefnd vísindamanna innan Arctic Ice Project (2020—2023), verið formaður Fullbright samstarfs Bandaríkjana og Noregs (2019–2020), verið hluti af vísindalegum stýrihóp CliC (2015—2021, Loftslag og freðhvolf, Hnattræna loftslagsrannsóknaáætlunin) og sinnti samræmingu í Arctic ECRA (2014—2021, Evrópska loftslagsrannsókna bandalagið).

Hann er einnig fulltrúi Noregs í Fullbright Norðurheimskauts Átakinu (2024—2026), heimskautsérfræðingur í ESB verkefni sem samræmir evrópskar Norðurheimsskautsrannsóknir, og er meðlimur í Norðurhafa nefndinni og virkur í þróun vegvísis á vegum Ocean Visions um hvernig við gætum stuðlað að endurheimt hafíss á Norður-Íshafsins. Hann varð nýlega meðlimur í Umhverfisnefnd EASAC (vísindaráðgjafarnefnd evrópskra akademía). Lars Henrik hefur víðtæka leiðangursreynslu af vettvangi, hann hefur tekið þátt í nokkrum fjölþjóðlegum rannsóknastofutilraunum og hefur unnið með nokkur mismunandi töluleg líkön. Líkanavinnan fjallar meðal annars um hringrás Norður-Íshafsins og Norðurhafa, tengd sjávar-, íss- og loftsúlulíkön fyrir Noirður-Íshafið, hringrásina undir Fimbul ísþiljunni, straumfræði vaka (polynyas) á Svalbarða og ísþekju og ísútflutning úr Norður-Íshafinu í hnattræmnum líkanakerfum.

Málstofan, verður á ensku og haldin í fyrirlestrarsal Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5, jarðhæð en einnig á Teams.

Tengill fjarfund málstofunannar er hér.

Öllum er heimill aðgangur. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?