Málstofa Hafrannsóknastofnunar: Áhrif kvótakerfis á hagkvæmni og tekjudreifingu

Karl M. Aspelund umhverfishagfræðingur Karl M. Aspelund umhverfishagfræðingur

Í málstofu Hafrannsóknastofnunar, sem haldin verður 26. september nk. kl. 12.30 fjallar Karl M. Aspelund umhverfishagfræðingur og nýdoktor í Harvard University Center of the Environment um áhrif kvótakerfis á hagkvæmni og tekjudreifingu.

Í erindinu verður fjallað um hagkvæmni íslenska kvótakerfisins í sjávarútvegi og áhrif þess á tekjuskiptingu og vinnumarkað. Greiningin byggir á ítarlegum gögnum frá Hafrannsóknastofnun sem lýsa veiðum einstakra skipa, tengdum upplýsingum frá Fiskistofu um kvótaviðskipti og landanir, auk vinnumarkaðs- og tekjugagna frá Hagstofu Íslands. Með samnýtingu þessara gagnagrunna er unnt að kanna bæði hvernig kvótakerfið hefur áhrif á nýtingu fiskistofna og framleiðni útgerðar og hvaða afleiðingar það hefur fyrir störf og laun sjómanna.

Í þessu verkefni er sérstaklega litið til áhrifa reglna um framsal aflamarks. Niðurstöðurnar sýna að þegar kvótaviðskipti eru heimiluð færist afli í auknum mæli til hagkvæmustu skipanna, sem leiðir til hærri aflaverðmætasköpunar miðað við veiðiátak. Aftur á móti dregur úr heildareftirspurn eftir vinnuafli um borð, tekjumunur sjómanna eykst og mismunur milli skipa og útgerða verður meiri.

Einnig kemur í ljós að tvær algengar framsalstakmarkanir — aðgreining markaða fyrir lítil og stór skip annars vegar og krafa um að skip landi sjálf hluta af aflamarksúthlutun þeirra hins vegar — geta báðar dregið úr neikvæðum áhrifum á atvinnu og stuðlað að jafnari tekjuskiptingu, þó með einhverju framleiðnitapi. Samanlagt leiða þessar aðgerðir til fleiri starfa og jafnari dreifingar launa en hvor um sig ein og sér, á kostnaði sem er sambærilegur við eða lægri en annan ríkisstuðning.

Málstofan er haldin í fyrirlestrarsal Hafrannsóknastofnunar að Fornubúðum 5, jarðhæð en einnig á Teams.

Tengill fjarfund málstofunannar er hér.

Öllum er heimill aðgangur. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?