Málstofa 6. febrúar: Varðliðar plastsins - vöktun plastmengunar með aðstoð langreyða við Ísland

Málstofa 6. febrúar: Varðliðar plastsins - vöktun plastmengunar með aðstoð langreyða við Ísland

Varðliðar plastsins: Vöktun plastmengunar í vistkerfi norðurslóða með aðstoð langreyða við Ísland 
 

Dagsetning og tími: 6. febrúar, kl. 12.30 - 13.15
Staður: Stóri fundarsalurinn, jarðhæð Fornubúða 5, Hafnarfirði
Streymi: https://www.youtube.com/watch?v=t-oU-2ivMZs
Fyrirlestur og glærur: Enska

Málstofan fjallar um víðtækar og hnattrænar afleiðingar plastmengunar á dýralíf sjávar, með áherslu á tíðni og umfang plastmengunar í vistkerfum sunnan við norðurheimskautsbaug. Athugun þessi beinist að lífveru sem hefur tekið að sér hlutverk varðliða plastmengunar; nefnilega langreyðar (Balaenoptera physalus), að sumri á hafsvæðinu við Vesturland.

Í málstofunni verður sagt frá tvenns konar nálgun á verkefnið; annars vegar mati á innbyrt plast og hins vegar greiningu á aukaefnum í plasti. Á málstofunni verður einnig lögð áhersla á mikilvægi þess taka höndum saman vegna þessara umhverfisáskorana og nauðsyn þess að farið verði í sameiginlegt átak til að draga úr óæskilegum áhrifum plasts á íslensk sjávarspendýr.


Facebook viðburður hér


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?