Fiskasýning og opið hús á sjómannadegi

Fiskasýning og opið hús á sjómannadegi

Á sjómannadaginn vorum við hjá Hafrannsóknastofnun með fiskasýningu og opið hús.

Gestir gátu spreytt sig á getraun þar sem segja átti til um tegundir og aldur fiska. Það var hann Ágúst Kári, 9 ára nemandi í Víðistaðaskóla sem bar sigur úr býtum.

Ágúst Kári heimsótti okkur í vikunni og tók á móti verðlaunum úr höndum Þorsteins forstjóra og fékk að kynnast starfsemi stofnunarinnar. Ágúst Kári er mjög fróður og áhugasamur um líffræði og á án efa framtíð fyrir sér í vísindum.

Við þökkum öllum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.

mynd af forstjóra með verðlaunahafa

Ágúst Kári heimsótti okkur í vikunni og tók á móti verðlaunum úr höndum Þorsteins forstjóra.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?