Tveir landselir og einn útselur á skeri

Tveir landselir vinstra megin á myndinni og útselur hægra megin. 
Mynd: Eric de Santos Tveir landselir vinstra megin á myndinni og útselur hægra megin.
Mynd: Eric de Santos

Líffræðingur sem starfar hjá starfsstöð Hafrannsóknastofnunar á Hvammstanga, Eric de Santos, rakst nýlega á þessa makindalegu seli við Illugastaði, sem er vinsæll selaskoðunarstaður í Húnaþingi vestra.

Selirnir tveir til vinstri eru landselir (Phoca vitulina) en sá til hægri er útselur (Halichoerus grypus). Þetta eru þær tegundir sem kæpa við Ísland og eru lang oftast þær tegundir sem fólk sér við landið. Landselurinn er minni og oftar nálægt mannabyggð og því sú tegund sem fólk oftast sér. Útselurinn heldur sér yfirleit í meira fjarlægð frá fólki.

Litamun er erfitt að sjá, sérstaklega vegna þess að báðar tegundir sýna frekar mikinn breytileika í hárlit, en landselirnir eru oft ljósara en útselirnir. Muninn milli tegundanna sést best á stærðinni (sérstaklega útselsbrimill, sem er mikið stærri en landselur) en einnig lengd og lögun höfuðs. Landselurinn er með styttra trýni og það er meira aðskilið frá ennið, eins og hundur. Útselurinn er með lengra trýni og hægt er að teikna beinalínu frá ennið til enda trýnis.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?