Mat á vistfræðilegu ástandi vatnshlota: Laxfiskar í stöðuvötnum

Nánari upplýsingar
Titill Mat á vistfræðilegu ástandi vatnshlota: Laxfiskar í stöðuvötnum
Lýsing

Stöðuskýrsla til Umhverfisstofnunar.

Fimm tegundir fiska í ferskvatni á Íslandi teljast innlendar („native“). Þessar tegundir eru lax (Salmo salar), urriði (Salmo trutta), bleikja (Salvelinus alpinus), Evrópuáll (Anguilla anguilla) og hornsíli (Gasterosteus aculeatus). Regnbogasilungur (Oncorhynchus mykiss) var fluttur til Íslands til eldis og hefur verið alinn á einstaka stað, en hefur ekki náttúrulega útbreiðslu. Þessi tegundafjöldi er lítill samanborið við flest önnur Evrópulönd. Allar íslensku tegundirnar hafa borist til landsins eftir síðustu ísöld (ca. 10.000 ár) og þola seltu og/eða eiga sér seltuþolna forfeður. Landfræðileg útbreiðsla tegunda í stöðuvötnum á Íslandi ræðst af þáttum eins og aðgengi, og skilyrðum til vaxtar og tímgunar. Á hverjum tíma er samsetning fiskstofna stöðuvötnum afleiðing af margskonar áhrifaþáttum sem þeir hafa þurft að ganga í gegnum bæði í tíma og rúmi.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Friðþjófur Árnason
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2014
Leitarorð bleikja, urriði, kynþroski, stöðuvötn, vatnshlot
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?