Tillaga að gerðaskiptingu árósa og sjávarlóna á Íslandi. Kv 2019-04

Nánari upplýsingar
Titill Tillaga að gerðaskiptingu árósa og sjávarlóna á Íslandi. Kv 2019-04
Lýsing

Hér er gerð grein fyrir þeim vatnshlotum sem flokkast sem árósavatn samkvæmt lögum um stjórn vatnamála (36/2011) og skiptingu þeirra í gerðir. Miðað er við að vatnshlotin séu stærri en 0,5 km2. Árósavatn er ísalt vatn, blanda sjávar og ferskvatns, og hefur lítt verið rannsakað á Íslandi. Þó liggja fyrir gögn frá Agnari Ingólfssyni sem rannsakaði og tók saman upplýsingar um og sjávarlón. Við gerðaskiptingu sjávarlóna var byggt á vinnu Agnars, en hann skipti sjávarlónum upp í þrjá flokka; háseltulón, leirulón og strandvötn. Auk þess er byggt á vinnu Náttúrufræðistofnunar Íslands við vistgerðarflokkun sem fjallaði sérstaklega um árósa. Þessar upplýsingar um árósa og sjávarlón eru hér nýttar til að skipta sjávarlónunum upp í gerðir sem vænst er til að nýtist við flokkun vatnshlota samkvæmt lögum um stjórn vatnamála. Sú nálgun sem hér er notuð er til samræmis við vistgerðaflokkun sem unnin var af Náttúrufræðistofnun Íslands. Vatnshlotin sem um ræðir eru birt í töflum og á myndum.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Kver (2016-)
Útgáfuár 2019
Blaðsíður 13
Leitarorð Stjórn vatnamála, gerðagreining, árósar, ísalt vatn, strandlón, sjávarlón
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?