Niðurstöður vöktunar á gæðaþáttum í straum- og stöðuvötnum árið 2023

Nánari upplýsingar
Titill Niðurstöður vöktunar á gæðaþáttum í straum- og stöðuvötnum árið 2023
Lýsing

Ágrip

Árið 2023 voru fjögur vatnshlot vöktuð samkvæmt vöktunaráætlun vatnaáætlunar 2022–2027, tvö straumvötn og tvö stöðuvötn. Það voru vatnshlotin Haukadalsvatn, Hvítárvatn, Krossá á Skarðsströnd og Stóra Laxá. Í september 2022 var farið á vatnasvið Vestari Jökulsár og er hér einnig gerð grein fyrir niðurstöðum úr þeirri rannsókn. Vöktunin var framkvæmd samkvæmt stöðluðum aðferðum sem lýst hefur verið í leiðbeiningum og náði hún yfir líffræðilega og eðlisefnafræðilega gæðaþætti. Rannsóknin beindist að hryggleysingjum og blaðgrænu a á botni árfarvega, blaðgrænu a í vatnsbol stöðuvatna og hryggleysingjum á fjörusvæði vatna. Auk þess var gerð gróðurkönnun í stöðuvötnunum. Vatnssýnum var safnað og mælingar gerðar á leiðni, pH, basavirkni og styrk uppleystra næringarefna (NO3, NH4 og PO4). Niðurstöður mælinganna voru notaðar ásamt skilgreindum viðmiðunargildum fyrir viðkomandi gæðaþætti til að flokka vatnshlotin með tilliti til vistfræðilegs ástands þeirra. Niðurstöður vöktunarinnar benda til þess að vatnshlotin sem vöktuð voru séu í mjög góðu vistfræðilegu ástandi.

Abstract

In 2023, four water bodies were monitored according to the monitoring plan of the River Basin Management Plan 2022–2027 in Iceland, two rivers and two lakes. These were Haukadalsvatn, Hvítárvatn, Krossá á Skarðsströnd and Stóra Laxá 1. The Vestari Jökulsá watershed was monitored in September 2022, and the results of that study are presented here. The monitoring was carried out according to standard methods described in the guidelines and covered biological and physicochemical quality parameters. The monitoring focused on benthic invertebrates and chlorophyll a on the riverbed, chlorophyll a in the water body of lakes and invertebrates on lake shores. In addition, macrophyte survey was carried out in lakes. Conductivity, pH, alkalinity, and concentration of dissolved nutrients (NO3, NH4 and PO4) was measured in water samples. The results of the measurements were used together with a classification system which has been defined to classify water bodies with regards to their ecological status. The results of the monitoring indicate that the monitored water bodies are in a high status with regards to the biological and physicochemical quality elements

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Iris Hansen
Nafn Þóra Hrafnsdóttir
Nafn Ragnhildur Magnúsdóttir
Nafn Haraldur R. Ingvason
Nafn Stefán Már Stefánsson
Nafn Eydís Salome Eiríksdóttir
Flokkun
Flokkur Kver (2016-)
Útgáfurit Kver
Útgáfuár 2025
Tölublað 08
Blaðsíður 29
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
Leitarorð Líffræðilegir gæðaþættir, eðlisefnafræðilegir gæðaþættir, þörungar, hryggleysingjar, stjórn vatnamála, vatnatilskipun, vistfræðileg ástandsflokkun, ástandsflokkun, Biological quality elements, physico-chemical quality elements, Water Framework Directive, ecological classification, ecological status.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?