| Lýsing |
Ágrip
Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsókna í Blöndu og Svartá árin 2023 og 2024. Gert er grein fyrir niðurstöðum seiðarannsókna sem gerðar voru með rafveiði í júlí, stangveiði, fiskgengd um fiskteljara og mælinga á vatnshita í Blöndu í Ennisflúðum. Laxaseiði veiddust á öllum rafveiðistöðvum í Blöndu og Svartá bæði árin, auk bleikju- og urriðaseiða. Seiðin voru vorgömul (0+) til þriggja ára (3+). Meðalvísitala laxaseiða árið 2023 var 26,4 seiði á 100 m2 en 16,2 seiði á 100 m2 ef stöð við Eldjárnsstaði er undanskilin. Árið 2024 var meðalvísitala laxaseiða í Blöndu 18,1 seiði á 100 m2 en 14,0 ef Eldjárnsstaðir eru undanskildir. Vísitala þéttleika laxaseiða í Blöndu hefur verið svipuð frá 2018, en var hærri árin 2015-2017. Í Svartá var meðalvísitala laxaseiða 20,8 seiði á 100 m2 árið 2023 en 17,2 seiði á 100 m2 árið 2024 sem er í takti við seiðamælingar síðustu fjögurra ára.
Sumarið 2023 veiddust 489 laxar í Blöndu og Svartá og þar af var 92% sleppt en árið 2024 veiddust 437 laxar í kerfinu og var 92% þeirra sleppt. Árið 2023 gengu 1.186 laxar í vatnakerfi Blöndu og 1.017 árið 2024. Aflahlutfall var 3,2% bæði árin.
Abstract
The report presents the results of research conducted in the rivers Blanda and Svartá in 2023 and 2024. It provides an overview of findings from juvenile fish surveys carried out using electrofishing in July, rod fishing, fish migration through the fish counter, and water temperature measurements in Blanda at Ennisflúðir. Salmon juveniles were caught at all electrofishing stations in both Blanda and Svartá in both years, along with Arctic char and brown trout juveniles. The age of the juveniles was from 0+ to 3+. The density index of salmon juveniles in 2023 was 26.4 juvenile per 100 m², or 16.2 fry per 100 m² when excluding the station at Eldjárnsstaðir. In 2024, the denisty index of salmon juveniles in Blanda was 18.1 per 100 m², or 14.0 when Eldjárnsstaðir is excluded. The juvenile density index for salmon in Blanda have been similar since 2018, but was higher in 2015-2017. In Svartá, the density index for salmon juvenile was 20.8 juvenile per 100 m² in 2023 and 17.2 juvenile per 100 m² in 2024, which aligns with juvenile measurements from the past four years.
In the summer of 2023, 489 salmon were caught in Blanda and Svartá, of which 92% were released, while in 2024, 437 salmon were caught in the system, with 92% released. In 2023, 1,186 salmon migrated into the Blanda river system, and 1,017 in 2024. The catch ratio was 3.2% in both years. |