Vatnakerfi Blöndu 2022. Seiðarannsóknir, stangveiði og göngufiskur HV2023-34

Nánari upplýsingar
Titill Vatnakerfi Blöndu 2022. Seiðarannsóknir, stangveiði og göngufiskur HV2023-34
Lýsing

Ágrip
Í skýrslunni eru birtar niðurstöður seiðarannsókna og stangaveiði í Blöndu og Svartá sumarið 2022, auk fiskgengdar um fiskteljara og mælinga á vatnshita í Blöndu í Ennisflúðum. Þéttleiki og ástand seiða var kannað með rafveiðum í júlí. Laxaseiði veiddust á öllum stöðvum í Blöndu og Svartá, auk bleikju- og urriðaseiða. Laxaseiðin voru vorgömul til þriggja ára. Meðalvísitala allra aldurshópa laxaseiða í Blöndu var 16,9 seiði á 100 m2, en 14,5 seiði á 100 m2 ef stöð við Eldjárnsstaði er ekki reiknuð með. Þetta er svipuð vísitala og árin 2018-2020, en lægri en 2022 þegar þéttleiki vorgamall seiða var hár. Samanlögð meðalvísitala allra aldurshópa laxaseiða fyrir allar stöðvar í Svartá var 14,9 seiði á 100 m2. Þetta er nokkur lægri vísitala en árið 2021, en mun hærra en vísitalan 2020 þegar hún var aðeins 5,3 seiði á 100 m2.
Alls veiddust 767 laxar (veiði) í vatnakerfinu sumarið 2022, en 663 löxum var sleppt og 104 var landað (afli). Í Blöndu var mesta veiðin neðan Ennisflúða, 286 laxar og næst mest á svæði II, 148 laxar. Í Svartá veiddust 190 laxar. Í vatnakerfinu var 97 % stórlaxa og 80 % smálaxa sleppt aftur. Laxveiði 2022 var um 51% af meðalveiði áranna 1982 – 2021.
Alls gengu 1248 smálaxar og 372 stórlaxar upp teljarann sumarið 2022, en mesta gangan var frá því seint í júní og út júlí. Að teknu tilliti til áætlaðrar göngu fiska upp Ennisflúðir framhjá teljara (20%), auk afla neðan flúðanna, var ganga úr sjó metin 1.597 smálaxar og 467 stórlaxar, og heildar aflahlutfallið 5 %. Þetta er um 80 % af meðalfjölda laxa árin 1982-2021. Um teljaranna gengu auk þess 651 silungar og var heildarganga þeirra upp fyrir Ennisflúðir metin 814 fiskar. Hrygning í vatnakerfið haustið 2022 var metin ríflega 5,5 milljón hrogn.

Abstract
This report presents results on catch (angling) and monitoring of the salmonid populations in River Blanda and River Svartá in North Iceland 2022. This involved a juvenile survey, stock size estimate from fish counter, exploitation rate, composition of rod catches as well as water temperature from temperature loggers. Juveniles of Atlantic salmon were found at all locations that were electrofished in Blanda and in Svartá. The age of the juveniles was 0+ to 3+. The density index of salmon juveniles in R. Blanda was 16,9 parr/100 m2 and 14,9 parr/100 m2 in R. Svartá.
The total salmon catch for both rivers was 767 salmon, of which 663 were released (catch and release) but 104 were landed. In R. Blanda the highest salmon catch was at the beat I (below the Ennisflúðir waterfall) and in R. Svartá the catch was 190 individuals. About 80 % of the one-sea-winter salmon (1SW) and 97 % multi-sea-winter (MSW) salmon were released. The salmon catch in 2022 was 51 % of the mean catch over the period from 1982 to 2021.
A total of 1248 1SW and 372 MSW salmon passed the fish counter in Ennisflúðir, in addition to 651 Arctic charr. The main salmon run was in late June and in July. The total salmon run was estimated 2064 fish in 2022 and the exploitation rate (landed catch) was 5 %. The salmon spawning 2022 was estimated around 5.5 million eggs.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2023
Blaðsíður 32
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð lax, bleikja, seiðarannsóknir, teljari, vatnshiti, veiði, Blanda, Svartá, Blöndulón, Ennisflúðir
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?