| Lýsing |
Ágrip
Markmið rannsóknarinnar var að meta líffræðilega og eðlisefnafræðilega gæðaþætti á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar, í samræmi við lög um stjórn vatnamála. Rannsóknin var framkvæmd á sambærilegan hátt og rannsókn á botnlægum hryggleysingjum í Þjórsá og Þverá árið 2001. Í Þjórsá er fjölbreytt lífríki þörunga og smádýra á botni, þar sem kísilþörungar og mosagróinn botn eru áberandi. Rykmýslirfur, ánar, bitmýslirfur og þráðormar einkenna samfélagsgerð hryggleysingja. Virkjanalón á efra vatnasvæði Þjórsár minnka framburð svifaurs og náttúrulegar rennslissveiflur, sem skapar meiri stöðugleika fyrir lífríki á botni. Rafleiðni vatns er há vegna uppleystra efna, sem nýtast frumframleiðendum og er þéttleiki botnlægra hryggleysingja í Þjórsá meiri en í jökulvatni annars staðar á landinu. Ekki hafa orðið miklar breytingar á þéttleika eða samfélagsgerð botnlægra hryggleysingja í Þjórsá og Þverá á síðastliðnum 23 árum. Miðað við niðurstöður vöktunar á líffræðilegum (hryggleysingja og blaðgrænu a) og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum er Þjórsá 1 í mjög góðu ástandi. Mikilvægt er að vöktun á lífríki og umhverfisþáttum verði framhaldið, sérstaklega með tilliti til fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun, til að fylgjast með ástandi vatnshlotanna og áhrifum af framkvæmdum á Þjórsá 1.
Abstract
The aim of the study was to assess biological and physicochemical quality elements in the impact area of Hvammsvirkjun hydropower plant, in accordance with the Water Framework Directive. The study was conducted in a manner comparable to a previous study of benthic invertebrates in Þjórsá and Þverá rivers in 2001. Þjórsá hosts diverse benthic ecosystem of algae and invertebrates, where diatoms and moss-covered substrates are prominent. The invertebrate community is characterized by chironomid larvae, oligochaetes, blackfly larvae and nematodes. Reservoirs in the upper Þjórsá watershed reduce the transport of suspended sediments and natural flow variability, which creates greater stability for the bentic biota. Water conductivity is high due to dissolved substances, which benefit primary producers, and the density of benthic invertebrates in Þjórsá is higher than in glacial rivers elsewhere in the country. There have been no significant changes in the density or community structure of benthic invertebrates in Þjórsá and Þverá over the past 23 years. Based on the results of biological (invertebrates and chlorophyll a) and physicochemical quality parameters the ecological status of Þjórsá 1 is very good. It is important to continue monitoring the ecosystem and environmental factors, especially in the light of the proposed Hvammsvirkjun hydropower plant project, to track the status of the water bodies and the impact of construction on Þjórsá 1. |