| Lýsing |
Ágrip
Í skýrslunni eru birtar niðurstöður rannsóknaveiði í Þingvallavatni í október 2024. Veitt var austan megin og sunnan megin í vatninu, við Mjóanes og Stigadal. Notuð var sambærileg netasería og í rannsóknum 1992, 1993, 2001, 2002 og 2020. Samtals veiddust 313 bleikjur og 151 urriði í Þingvallavatni í rannsókninni. 68,7% af heildarfjölda bleikja kom í net með 21,5 mm og smærri möskva en 68,9% urriða í 21,5 mm möskva og stærri. Afli á sóknareiningu (CPUE) var 14,2 bleikjur í lögn og 6,9 urriðar í lögn. Murta hafði stærstu hlutdeild bleikjuafbrigða í aflanum á báðum stöðum, í Mjóanesi 47% og í Stigadal 66%; djúpbleikja 4,8% og 16,5%; bleikja 22,4% og 15,5%; gjámurta 25,7% og 1,9%. Bleikjuafli hefur dregist saman frá því árið 2020 en urriðaafli aukist. Stöðugur samdráttur hefur verið í bleikjuafla á sóknareiningu (CPUE) allt síðan árið 1992. Vöktun á murtustofninum sýnir að murtuafli hafi farið lækkandi allt frá árinu 2005 og hann aldrei minni en á árunum 2021 – 2024. Í skýrslunni eru leiddar líkur að því að að skýringarinnar sé að leita í röskun í framleiðslu þörungasvifs sem bæði komu fram sem óvenjulegar sveiflur í þörungamagni og einnig sem sveiflur í styrk uppleysts kísils. Þetta hafi svo valdið niðursveiflu í stofnum svifkrabbadýra sem eru aðalfæða murtunnar í vatnsbolnum.
Abstract
Presented here are results from a salmonid study in Lake Þingvallavatn, aiming at all four morphs of Arctic charr (Salvelinus alpinus) that are resident in the lake (large benthic-LB, small benthic-SB, large pelagic-LP and small pelagic-SP) along with a local population of brown trout (Salmo trutta). Sampling was done by netting in two locations, Mjóanes in the east and Stigadal in the south, using standardized mesh sizes for comparison with earlier studies, yielding total catch of 313 Arctic charr and 151 brown trout. Of the total catch, 68,7% of the charr was caught in mesh size 21,5 mm (square measure, between knots) or smaller, while 68,9% of the brown trout was caught in 21,5 mm or larger. Catch per unit effort (CPUE) for charr was 14,2 and 6,9 for trout. Of the four morphs of the Arctic charr SP had the highest proportion in the catch at both sites 47% at Mjóanes and 66% at Stigadal; LP 4,8 and 16,5%; SB 25,7 and 1,9%; LB 22,5 and 15,5% respectively. CPUE of Arctic carr has been in decline since 1992 and SP monitoring since 2000 shows a steady decline since 2005 with a record low in 2021 – 2024. Brown trout has shown the opposite trend with increased catch since 2020. The recent crash of SP is believed to be, at least partly, the result of an unusually low density of zooplankton which is a major food source for SP. The low zooplankton density is probably influenced by unusual events in the phytoplankton community which, among other things lead to up to 25% fluctuations in the concentration of SiO2 in a system that is usually known for stability. |