Mótvægisaðgerðir sem milda áhrif vatnsaflsvirkjana á ferskvatnsvistkerfi. HV 2024-05

Nánari upplýsingar
Titill Mótvægisaðgerðir sem milda áhrif vatnsaflsvirkjana á ferskvatnsvistkerfi. HV 2024-05
Lýsing

Ágrip

Í skýrslunni er yfirlit yfir mótvægisaðgerðir sem gætu átt við til að milda áhrif af vatnsaflsvirkjunum á ferskvatnsvistkerfi. Efni skýrslunnar er unnið upp úr leiðbeiningum Evrópusambandsins sem fjalla um ferli við ákvörðun á vistmegni mikið breyttra vatnshlota en það byggir að miklu leyti á vali á viðeigandi mótvægisaðgerðum til að vega upp á móti álagi af umsvifum í og við vatnshlot. Efnið er að mestu sett upp í töflur þar sem fram kemur hvaða áhrifaþáttur (umsvif) veldur álaginu, áhrif þess á vatnsformfræði, eðlisefnafræði og lífríki, og til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að milda áhrif umsvifanna. Einnig er gefið dæmi frá Írlandi um kerfi sem útbúið hefur verið og byggir á aðferðum Evrópusambandsins.

Abstract

The report provides an overview of mitigation measures that could be applied to mitigate the impact of hydroelectric power plants on freshwater ecosystems. The content is developed from the EU guidelines that deal with the process of defining the ecological potential of heavily modified water bodies, but it is to a large degree dependent on appropriate mitigation measures to compensate for the pressure from activities in and around water bodies. The report is mostly composed of tables which show the drivers of the modification, the related pressure and impact on hydromorphology, physico-chemical and the biology of the waterbody, and the response which can mitigate the effects of the activity. An example from Ireland on utilizing the EU guidelines on mitigation measures is also provided

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 5
Blaðsíður 19
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð mótvægisaðgerðir, vistfræðileg samfella, vistmegin, mikið breytt vatnshlot
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?