Krossá í Dölum 2023. Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngur laxfiska. HV 2024-07

Nánari upplýsingar
Titill Krossá í Dölum 2023. Seiðarannsóknir, stangaveiði og göngur laxfiska. HV 2024-07
Lýsing

Ágrip

Greint er frá vöktunarrannsóknum á laxfiskum í Krossá í Dölum árið 2023. Markmið rannsóknanna er að afla þekkingar um stöðu laxastofns árinnar, rannsaka útbreiðslu og magn laxfiska í árkerfinu, auk þess að greina ef eldislaxar ganga í ána. Erfðasýnum af seiðum laxa hefur verið safnað í vatnakerfinu til greininga á erfðasamsetningu og til að meta mögulega erfðablöndun við eldislax.

Sumarið 2023 veiddust 46 laxar í Krossá þar af 37 smálaxar og 9 stórlaxar, en auk þess veiddust 96 urriðar og 33 bleikjur. Hlutfall sleppinga í veiði var 67,6% hjá smálaxi og 77,8% hjá stórlaxi. Meðal laxveiði í Krossá frá árinu 1974 er 115 laxar en laxveiðin hefur verið í lægð undanfarin 5 ár og einungis verið um 50 laxar. Veiði á urriða hefur aukist verulega í Krossá síðustu 3 ár.

Alls voru 13 hreistursýni aldursgreind úr veiðinni 2023. Af þessum sýnum voru 12 á sinni fyrstu hrygningargöngu í ána (12 smálaxar og 1 stórlax) en auk þess hrygna af smálaxastærð (68cm) sem var á sinni þriðju hrygningargöngu í ána. Ferskvatnsaldur var 3 - 5 ár og 3,8 ár að meðaltali (±SD= 0,60).

Sumarið 2023 voru skráðir 189 urriðar, 162 laxar og 63 bleikjur á göngu upp fyrir fiskteljarann í Krossá. Þá varð vart við bæði endur (straumönd) og mink í teljaranum. Fiskteljaranum var lokað með grind þann 11. september í kjölfar þess að strokulax úr sjókvíaeldi fór að koma fram í veiði í ám á norðvesturhluta Íslands. Enginn lax, á göngu um teljarann sumarið 2023, var greindur sem strokufiskur úr kvíaeldi fram til 11. september, en þann 24. september sást eldislax í teljaranum og veiddist eldislax neðan við teljarann þann sama dag. Staðfest var með erfðagreiningu að laxinn var strokulax úr kví Arctic Fish í Patreksfirði.

Árið 2023 var hrognafjöldi laxa í Krossá áætlaður um 158.000 hrogn (1,4 hrogn/m2). Hrognafjöldinn í Krossá frá 1974 var að meðaltali 2,7 hrogn/m2. Undanfarinn áratug hefur hrognafjöldinn verið 2,1 hrogn/m2 að meðaltali en hefur aldrei náð hrygningarmarkmiði á þeim tíma en verið í 5 skipti yfir skilgreindum aðgerðamörkum. Mikilvægt er að veiðistjórnun taki mið af þeirri stöðu.

Seiðarannsóknir fóru fram í september 2023 og veitt var á sex stöðvum, fimm í Krossá og einum í Krossdalsá. Laxaseiði voru ríkjandi á öllum stöðvum, en vísitala þéttleika var lægst í Krossdalsá (1,3 seiði/100m2), mestur fjöldi mældist 44,1 seiði/100m2. Alls veiddust fimm árgangar laxaseiða (0+ til 4+). Vöktun á seiðaframleiðslu sýnir að dregið hefur úr seiðaframleiðslu Krossár undanfarin ár.

Abstract

River Krossá in Dalir is among rivers that are annually monitored to assess the risk of introgression of genes from salmon escapees from sea cages. The main aim of the program is to increase knowledge of the wild salmon stock, distribution, and density of juvenile salmonids in the watershed. Additionally, the program aims to monitor the potential proportion of farmed fish in the salmon run. Genetic samples of juvenile salmon were collected for further analyses.

In the 2023 rod fishing season, a total of 46 salmon were caught in Krossá, comprising 37 grilse and 9 two-sea-winter salmon. Of the one-sea-winter catch, 67,6% was released and 77,8 % of the two-sea-winter catch. The average rod catch since 1974 has been 115 salmon, but in the last five years, the catch has been poor with only around 50 salmon annually. Catches of trout (sea trout) have increased in the last three years.

Altogether 13 scale samples were analysed from the rod fishery in 2023, including 12 samples from salmon on their maiden run and one sample (7,7%) from a female repeat spawner (68cm) on its third spawning run. Freshwater age spanned 3 – 5 years (Average 3,8 yr ±SD= 0,60). The presence of a harlequin duck (Histrionicus histrionicus) was also noted and mink (Neovison vison) on one occasion. The fish counter was closed for upmigration af all fish on September 11th, by a wire mesh, when farmed salmon were noted in many salmon rivers in the northwestern part of Iceland in the autumn of 2023. On September 24th, salmon of farmed origin entered the fish counter and was caught the same day in Krossá below the counter. The salmon has been identified by genetic analysis as a part of the group of escapees from Arctic fish.

In 2023 the total number of eggs spawned in the Krossá watershed is 158,000 eggs (1,4 eggs/m2). Compared to the average of 2,7 egg/m2 since 1974, spawning has decrease in the last decade, averaging 2,1 eggs/m2, and has not reached spawning reference points in that time (4.0 eggs/m2) but has exceeded the spawning precautionary limit in 5 years out of 10.

Monitoring of the juvenile population in September 2023 showed that salmon juveniles dominated the catches in all sample sites. Five age classes of salmon juveniles (0+ - 4+) were caught, and the monitoring indicated a decline in juvenile production in the last five years.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 7
Blaðsíður 35
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð lax, urriði, bleikja, seiðarannsóknir, fisktalning, stangveiði, hreisturrannsóknir, laxahrygning
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?