Grunnslóðaleiðangur 2016-2022. HV 2024-04

Nánari upplýsingar
Titill Grunnslóðaleiðangur 2016-2022. HV 2024-04
Lýsing

Ágrip

Í þessari skýrslu er farið yfir framkvæmd og helstu niðurstöður grunnslóðaleiðangurs árin 2016-2022. Í þessum leiðöngrum var magn og útbreiðsla botnfiska, með áherslu á flatfiska og sandsíli, metin á grunnsævi með það að markmiði að afla betri upplýsinga um nýliðun og bæta stofnmat. Að sama skapi var magn og útbreiðsla botndýra metin með sama hætti og gert hefur verið í haustralli til að kortleggja tegundasamsetningu við Íslandsstrendur. Gögnum var safnað með bjálkatrolli (flat- og bolfiskar auk sæbjúgna og annarra hryggleysingja) og sandsílaplógi (sandsíli). Árið 2016 var eingöngu safnað fyrir vestan land, árið 2017 var stöðvum fyrir sunnan og norðan land bætt við en frá og með 2018 hefur verið safnan allan hringinn. Árið 2020 var bætt við sérstökum sæbjúgnastöðvum með það markmið að byggja upp vísitölu fyrir þessa nytjategund. Ár hvert hafa 31- 40 tegundir fiska veiðst. Sandkoli og skarkoli voru algengustu fisktegundirnar öll árin, en auk þeirra voru þorskur, ýsa, tindaskata og þykkvalúra algengar. Sæbjúgu voru algengust hryggleysingja, en þar á eftir komu sundkrabbar og trjónukrabbar. Dreifing skarkola var ekki jöfn yfir svæðið, og var þéttleikinn mestur í Faxaflóa, Skagafirði og við Ingólfshöfða. Útbreiðsla sandkola var jafnari, þó svo að mest hafi veiðst af honum við suðvestanvert landið og inná fjörðum norðan lands. Stærsti hluti afla skarkola og sandkola var eins til þriggja ára smáfiskur sem veiðist lítið af í öðrum leiðöngrum stofnunarinnar. Þykkvalúra veiddist aðallega við suðvesturhornið, og var þar aðallega um 4-7 ára fisk að ræða. Töluvert veiddist af þorski allt í kringum landið, en þéttleikinn var mestur inná fjörðum fyrir norðan land. Nýliðunartoppar sjást vel í 0-grúppu þorski öll árin og 1 árs þorski árin 2018 og 2020. Þéttleiki ýsu var mestur við suðvesturhornið í Faxaflóa, en einnig hár í Húnaflóa og Héraðsflóa sum árin. Þéttleiki sandsíla var meiri 2020 en árin á undan, og sá mesti sem mælst hefur í sílarannsóknum hér við land síðan 2006, en rúmlega tvöfaldaðist frá 2020 til 2021 og minnkaði lítillega 2022. Tindaskata veiddist mest fyrir sunnan land öll árin. Vel gekk að veiða sæbjúgu, en sjö af átta veiðisvæðum voru könnuð í leiðangrinum 2020. Meðal þéttleiki var á bilinu 906-1713 sæbjúgu á sjómílu, en mest var af sæbjúga á svæði G fyrir austan land. Leiðangurinn hefur sannað ágæti sitt í að meta nýliðun mikilvægra flatfiskategunda, magn sandsílis og sæbjúgna. Auk þess hefur leiðangurinn aflað grunnvitneskju um ýmsa mikilvæga þætti eins og búsvæði, tegundasamsetningu botndýra á grunnsævi og jafnframt um dreifingu rusls á grunnsævi í kringum landið. 

Abstract

This report describes the main results of the 2018-2022 MFRI coastal surveys. These surveys estimated distribution and abundance of various fish in shallow waters around Iceland for better information about flatfish and sandeel (Ammodytes spp.) recruitment and stock structure. Additionally, invertebrate species composition and distribution was investigated. Sampling was performed with a 4 m beam trawl (targets fish and invertebrates) and a sand eel plow (targets sandeel). Same stations were sampled in each of the three years for fish and sand eel, but in 2020 additional stations were towed, designed to establish a fishery independent abundance index of sea cucumber. 40 species of fish were caught in the survey 2018, 36 in 2020 but 31 the other years. Dab (Limanda limanda) and plaice (Pleuronectes platessa) were the most common fish species in all three years followed by cod (Gadus morhua), starry ray (Amblyraja radiata), haddock (Melanogrammus aeglefinus), and lemon sole (Mircrostomus kitt). Sea cucumber (Cucumaria frondosa) was the most common invertebrate caught in all three years, followed by swimming crabs (Macropipus holsatus) and spider crabs (Hyas araneus). The distribution of plaice was highest in Faxaflói in the southwest, Skagafjörður in the north and around Ingólfshöfði in the southeast while the distribution of dab was more uniform. Recent recruits (1–3-year-old) plaice and dab was the most common age groups in the surveys. Lemon sole was mostly found in the southwest, and most of the fish caught were between 4 and 7 years old. Cod was caught all around the country, but densities were higher in fjords in the north. Haddock was most common in the southwest and Starry ray was mostly found in the south. Clear recruitment signals of 0- and 1-year old cod was observed in 2018 and 2020. In 2020 sand eel densities were the highest observed around Iceland since 2006 but nearly triple that in 2021 but diminished slightly in 2022. The establishment of a fishery independent index of sea cucumbers was successful, as they were caught in large numbers, or between 906-1713 per nautical mile. Highest densities of sea cucumbers were observed in fishing area G off the east coast. These surveys have proved their worth in providing biomass/recruitment indices for several flat fish species, sand eel and sea cucumbers, in addition to providing basic biological information on benthic invertebrate communities for coastal waters around Iceland.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Haf- og vatnarannsóknir (2016-)
Útgáfurit Haf- og vatnarannsóknir
Útgáfuár 2024
Tölublað 4
Útgefandi Hafrannsóknastofnun
ISBN 2298-9137
Leitarorð flatfiskar, skarkoli, sandkoli, sandsíli, sæbjúgu, botndýr, rusl
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?